19.2.2009 | 22:28
Kæra mennska naut
Þá er komið að síðustu tilnefningum til rauðu hrafnsfjaðrarinnar. Fyrst er það úr bókinni Hvernig ég hertók höll Saddams eftir krummafélagann Börk Gunnarsson:
Ég strauk hjálminn og ímyndaði mér að hann væri vinstra brjóstið á Elsu. Ég var meira gefinn fyrir vinstra brjóstið, því ég lá oftar hægra megin við hana og dekraði því meira við það. Ég byrjaði aftur að titra. Ég velti því fyrir mér hvort Elsa yrði sjokkeruð ef ég færi beint í vinstra brjóstið hennar þegar ég kæmi heim? Hún vildi kannski frekar faðmlag fyrst eða samtal."
Þá úr Ódáðahrauni Stefáns Mána:
"Uss" segir Óðinn lágt og gengur alveg upp að henni þar sem hún stendur við vaskborðið. Hann laumar hægri hendinni ofan í bómullarnærbuxurnar hennar framanverðar og grípur með þeirri hægri um úlnlið hennar þegar hún gerir klaufalega tilraun til að stöðva hann. Síðan þrýstir hann henni upp að borðbrúninni og hallar sér fram til að kyssa hana.Viktoría glennir upp augun og horfir á stórskorið andlit hans færast nær þar til það breytist í móðukennda mynd sem lyktar af vindlareyk og karlmannlegum svita. Hana langar, hún vill en samt reynir hún að brjótast um, losna, flýja.Reynir en reynir samt ekki.Hverju breytir það fyrir konu hvort andlit karlmanns frítt eða ljótt ef fingur hans bora sig eins og snákar upp í leggöng hennar? Hverju breytir það fyrir konu hvort elskhuginn er góður maður eða vondur ef sæluhrollurinn sem hríslast um lendar hennar þýtur eins og rafstraumur um taugakerfið er af hans völdu?Hún hættir að brjótast um og lygnir aftur augunum, læsir höndunum í þennan stóra og sterka líkama, þetta mennska naut, og rekur upp hálfkæft óp og opnar munninn þegar hann grípur um hnakka hennar, rífur í hárið og þrýstir andlitum þeirra saman ...
Og úr 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir Hallgrím Helgason:
Að lokum tekst mér að gleyma hinum vel drukknu verslunarhljóðum samferðamanna minna og næ að sofna með Munitu ofan á mér. Gleðiboltarnir hoppa og skoppa og síða svarta hárið hennar strýkst við þybbna bringuna á mér líkt og guð snerti sjúka sál mína með bláendanum á sínu síða hvíta skeggi.
Loks úr Algleymi eftir Hermann Stefánsson:
Ég finn hana aftur þar sem hún stendur við barinn og hún spyr mig hvort ég vilji fá það. Ég segi já. "Komum þá," segir hún. Við förum inn á klósett og hún gyrðir niður um mig og byrjar að totta mig. Ég horfi upp í loft og á veggina, þar er ekkert. Hún stendur á fætur og rekur tunguna upp í munninn á mér. Ég tek undir rasskinnarnar á henni, lyfti pilsinu og dreg niður um hana nærbuxurnar og set liminn inn. Negli hana upp við klósettvegginn sem er hvítur og úr plasti. Það tekur fljótt af og er aukaatriði. Síðan stöndum við aftur við barinn. Kannski hef ég lesið um þetta í einhverju blaði.
Og einnig þetta úr hugarfylgsnum Hermanns:
Skyndilega miðaði Grossmann á þau skammbyssu.
"Nú er komið að ykkur," sagði hann.
Hann skipaði þeim að leggjast í hólfið. Þau rúmuðust best hvort ofan á öðru. Guðjón lagðist á bakið og Helena ofan á hann.
Þau féllu saman, fegin, og varir þeirra sameinuðust í kossi.
Hólfið lokaðist og tók að renna af stað. Fingur hans runnu upp læri hennar hver fyrir sig og í sama sporbaug á sömu braut, líkt og hjarðsveinar sem trítla upp í fjall í leit að sauðkindum, fjallageitum eða villtum dýrum í óbyggðu hálendi. Hann var líkur skógargeit eða hindarkálfi sem stendur við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar.
Eldglæringar fóru um kassann og einhver heyrðist hrópa upp yfir sig. Dafnis og Klói héldu inn í þykknið til móts við skógarpúka og hjartardýr. Fingur hans héldu til móts í átt til fossandi straumiðu. Hann svalg skáldskaparmjöð úr djúpum brunni, iðandi af slöngum og helgimyndum. Þau ferðuðust í einni sjónhendingu yfir hæðir og undir brýr og niður ár og daga, mannkynssagan var sundurleit martröð og nú vöknuðu þau af henni eins og að morgni, hold maraði í hálfu kafi, hörund blakti í vindinum, vindurinn blés í höfðinu, sléttan blasti við hvít og óræð og svo stungu þau sér á kaf í haf. Það opnaðist upp á gátt og blóð streymdi um vitundina og hold sameinaðist holdi, munnvatnið rann fram af tungubroddi hennar yfir á fingur hans þar sem þeir benda í átt til himins. Hold hans opnaðist eins og rós. Þau sviptu hvort annað klæðum, óþreyjufull eins og börn, það líður að helgum tíðum. Helgi holdlegra fýsna svífur yfir vötnum og undankoma án sögu er útilokuð. Nú hljóp steingert holddýrið inn í opið myrkur, blautt og bjóðandi rjóðrið. Allt iðaði af skordýrum. Grasið bifaðist, dýrið tinaði og ólmaðist innan um trén sem mynduðu veggi rjóðursins sem var fullt af flögrandi páfagaukum.Svo stigu þau inn í ljósið
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Við festumst alveg í Gullhömrum og komumst ekki í bæinn, en ég er voða spennt að vita hver hreppti rauðu hrafnsfjöðrina.
kv. Helga Snæ
Helga (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.