Stysta ljóðið?

Var að lesa bókina Believe it or Not! sem Robert L. Ripley sendi frá sér árið 1929 og fann þar nokkuð sem hann segir "stysta ljóð í heiminum":

Hired.

Tired?

Fired!

Þetta er auðvitað mjög merkingarþrungið, mannlegur harmleikur. En ég hef heyrt styttra ljóð, raunar eftir krummafélaga, Breka Karlsson, sem er enn harmþrungnara:

Dodi dó

Di dó

Það rifjast líka upp örljóð Davíðs Þórs Jónssonar eða Radíusbræðra um Ísbjörninn á Seltjarnarnesi:

Hér var íshús,

hvað næst?

Djísús

Kræst!

Kunna menn fleiri slík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má láta fljóta með örharmleik í óbundnu máli? Þessi er gjarnan eignaður Hemingway, hvað sem er nú hæft í því:

For Sale: Baby shoes, never worn.

Gunnlaugur Þór Briem (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 23:33

2 identicon

Mér finnst þetta ljóð Piet Heins alltaf skemmtilegt:
 

Love is like

a pineapple,

sweet and

undefineable

Breki (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 09:56

3 identicon

En furðulegt!

StS

StS (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband