10.12.2008 | 14:48
Lagst á hjónarúmið
Þá er komið að fjórðu tilnefningunni til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem veitt er fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs. Hana hreppir Kristín Eiríksdóttir fyrir ljóðabókina Annarskonar sæla.
Erfitt var að velja kafla úr bókinni til tilnefningar, því margir komu til greina. Það er nánast eins og ljóðin hafi verið samin eftir fall bankanna, svo mikil er syndug nautnin og lostinn sem býr í hverjum bókstaf; það gerir þjóðinni gott á krepputímum.
Víst er að mörg hjónin hreiðra um sig í bóli með bókina og bægja frá skugga kreppunnar, enda ríður á að auka samdráttinn en ekki yfirdráttinn! Það sem varð fyrir valinu hjá dómnefnd krumma var eftirfarandi lýsing:
ég leggst á hjónarúmið
leita að útgönguleið
glampa í auga hestsins
hvítum vatnsdropa á flugi
frystum á flugi
En eftirfarandi lýsing verður þó að fylgja með, sem er afar skemmtileg og krassandi, og auðvitað ósvífin í dýpt sinni:
Komdu
í gegnum mig
gegnum dýnuna
undir okkur
gólfið
komdu
í gegnum gólfið
gegnum loftið
gegnum hæðina
fyrir neðan
gegnum gólfið
og loftið
gegnum kjallarann
gegnum gólfið
gegnum jarðlögin
jarðlag eftir jarðlag
gegnum moldina
gegnum grjótið
gröfnu líkin
og komdu aftur
uppum jarðlögin
grjótið
moldina
gröfnu líkin
gólfin
hæðirnar
loftin
dýnuna
og þú kemur
í gegnum mig
aftanfrá
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.