8.12.2008 | 15:09
Vellíðunarlækir skoppa á Hallgrími
Hallgrímur Pétursson hefur verið að færa sig upp á skaftið í íslensku menningarlífi. Hann er kominn með heimasíðu á Fésbókinni og nú síðast tók hann sér aðalhlutverk í skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Hallgrími.
Eins og krummar vita frá síðasta fundi byggist skáldsagan á heimildum um ævi Hallgríms, þó að vikið sé frá því á stöku stað, eins og þegar Tyrkja-Gudda er sögð hafa komið með fyrsta rabarbarann eða tröllasúruna til landsins.
Hæpið er að eftirfarandi lýsing sé sótt í heimildir um prestinn sem orti Passíusálmana, en víst er að hún verðskuldar tilnefningu til rauðu hrafnsfjaðrarinnar, sem veitt er fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs!
Hver ert þú, sem ..." en komst ekki lengra því hún svaraði honum umsvifalaust, talaði yfir hann og kvaðst vera hinn ósáni akur vorsins. Hann var hissa á því hvernig hún tók til orða og vægast sagt undrandi þegar hún færði sig hiklaust nær honum, lagði aðra höndina yfir axlir hans, setti hina á bringuna á honum, togaði í hann fyrst en ýtti síðan niður á jörðina. Honum til mikillar furðu settist hún ofan á hann og laut yfir hann svo að mjúkt hárið lék um andlit hans. Án nokkurs aðdraganda kyssti hún hann heitum vörum og opnum munni, strauk honum blíðlega í framan og andaði heitu á hálsinn á honum svo að hann saup hveljur. Þegar hún lék höndum um hann, fann lim hans, hleypti honum út og þræddi sig upp á hann, missti hjartað slag og öndin stóð föst í honum. Konan skynjaði þetta og hreyfði sig ekki fyrr en hann hafði náð andanum en þá þrengdi hún skaut sitt að honum, strauk yfir upphandleggi hans áður en hún lagði flata lófana ofan á brjóstið á honum, lyfti sér undur hægt upp og kom á hann aftur af mýkt. Hún endurtók hreyfingarnar með auknum hraða og örum andardrætti þar til sæluhrollur fór um hann. Í ósjálfræði sló hann höndum utan um hana, hélt henni þétt að sér, kjökraði og hló og þreifaði í blindni eftir vængjum á bakinu á henni því hann var orðinn sannfærður um að þetta væri ástarengill. Þegar hann fékk sjónina blasti við honum smáfrítt andlit með sægræn augu. Það hóf sig frá honum og gerði stút úr breiðu brosi um leið og líkamar þeirra skildust að. Við það skoppuðu um hann vellíðunarlækir svo að hann lokaði augunum í löngu bliki og umlaði lágt í sælu sinni. Þegar hann opnaði þau bar konuna við efsta himin og skyndilega blygðaðist hann sín fyrir að liggja nakinn niður um sig við fætur hennar, lyfti sér og reyndi að toga upp um sig. Kannski seinna," sagði konan stríðnislega og áður en honum hafði tekist að hylja blygðun sína var hún horfin úr rjóðinu.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.