10.11.2008 | 05:55
Trafalgar
Í Kabúl í Afganistan er haldin árleg hátíð til að fagna sigri Breta á Frökkum og Spánverjum í hinni frægu sjóorrustu við Trafalgar. Þar sigldi Nelson flotaforingi þvert á flota Frakka og klauf hann í tvennt. Orrustunni lauk með stórsigri Breta sem misstu ekki eitt einasta skip en sökktu eða tóku herfangi 22 skip andstæðinga sinna. Orrustan gerði yfirráð Breta á hafinu algjör. Þau yfirráð entust langt inná 20. öldina. Trafalgar dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim þarsem Bretar koma saman. Hér á kaffihúsinu Gandamack í Kabúl koma Bretar árlega saman til að minnast hans og einn breskur vinur minn bauð mér á hátíðina. Kaffihúsið var nú þakið fánum þeirra þjóða sem tóku þátt í orrustunni. Myndir af bardaganum voru á veggjunum og yfir öllum herlegheitunum gnæfði stór mynd af Nelson flotaforingja. Á samkomuna voru mættir heldri menn einsog sendiherra Breta í Afganistan og aðstoðar sendiherra Bandaríkjamanna. Þarna var þónokkuð af blaðamönnum sem búsettir eru í borginni en einnig breskir athafnamenn einsog framkvæmdastjóri DHL þjónustunnar í Afganistan sem var reyndar skotinn til bana nokkrum dögum seinna hérna fyrir utan kaffihúsið. Breski sendiherrann hélt gamansama ræðu enda sá þjóðernisrembingur sem hefur örugglega einkennt Trafalgar daginn áður fyrr runnin af hátíðinni og þjóðernisstolt varla dregið fram nema til að gera grín að því. Síðan var miðum með tilvitnunum í Nelson dreift til gesta og hver þeirra var látinn standa upp og þylja orð hans. Hvatningarorð hans og stríðsyfirlýsingar ásamt lýsingum á Frökkum sem þorpurum og illmennum hljómuðu undarlega í munni flestra, svo skringilega að þau urðu fyndin. Annars ku Trafalgar dagurinn hafa verið stór hátíðahöld allt fram að lokum fyrstu heimsstyrjaldarinnar. Hryllingur hennar og hið ógurlega mannfall ku hafa minnkað áhuga Breta á að fagna stríðssigrum og vopnahlés dagurinn þann ellefta nóvember hefur síðan verið talinn meira viðeigandi til að taka sér hlé frá vinnu og minnast fallinna.
Börkur Gunnarsson er höfundur bókarinnar "Hvernig ég hertók höll Saddams" sem kemur út hjá Sögum 11.11.08.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.