Fantaskapur fréttamanna?

Þegar ég sá vinnueftirlitið vera að gera athugasemdir um að pólskir verkamenn byggju í ósamþykktu húsnæði og lýstu illum aðbúnaði verkamannana varð mér hugsað til þess þegar ég var námsmaður í Tékklandi og bjó á stúdentagörðunum þar.   Við vorum sex saman í 16 fm. húsnæði og prísuðu flestir sig sæla með að hafa komist inná stúdentagarðana.
Þeir Pólverjar sem ég þekki eru himinlifandi með aðstöðuna sem og vinnuna.   Flestir tékkneskir vinir mínir væru ánægðir með þetta húsnæði sem fréttamönnunum fannst vera fyrir neðan virðingu sína.  Ég hef í flestum tilvikum búið í verra húsnæði síðastliðin sex ár.   En ég hef verið þeim þakklátur sem hafa boðið uppá það á lágu verði.
Á öðru tímabili í Tékklandi átti ég engan pening og hafði engan veginn efni á því að leigja íbúðir eða herbergi sem voru yfirleitt leigðar út á bilinu 20 – 50 þúsund.  En á endanum fann ég ósamþykkta rottuholu á 5 þúsund kall.   Leigusalinn var augljóslega drullusokkur en líklegast er hann sá sem ég á mest að þakka það að ég ílengdist í Tékkó.   Ég gæti líklegast leitað hann uppi í dag og gefið honum gjafir og kossa, en ég held að hann muni ekki eftir mér, ég var líklegast bara peningur í hans augum.   Hálfviti sem lét bjóða mér svona viðbjóðslega rottuholu fyrir fimm þúsund kall – kannski átti hann ekki einu sinni þessa holu?  En hvað kemur mér það við?   Hann bjargaði lífi mínu í Tékkó og í raun var hann aðalvaldur þess að ég fór að vinna fyrir tékkneska ríkissjónvarpið og gerði bíómynd og það var bara allt saman helvíti gaman.   Án hans hefði ég líklegast gefist upp þarna í miðju náminu og farið heim í fría súpu hjá mömmu (eða farið að vinna í heildsölunni hjá pabba).  Þannig að eigendur ósamþykktra íbúða eiga samúð mína alla en ekki fréttamenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vill bara kvitta fyrir lesturinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2006 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband