30.11.2006 | 11:42
Karíókí í Höllinni
Nú um helgina fer fram í Laugardagshöllinni stærsta karíókí sýning allra tíma. Að vísu fá ekki allir að grípa í míkrófóninn, líkt og í Glæsibæ, heldur fá aðeins Magni og vinir hans að syngja. Nú þegar er uppselt á eina sýningu og gengur vel að selja á þá næstu. Hvað er eiginlega í gangi? Þættirnir Rock Star Supernova voru ágæt skemmtun og vitanlega hélt maður með Magna og hafði gaman af því að taka þátt í fárinu í kringum net og símkosningar langt fram á nótt. En hversu lengi á eiginlega að halda áfram? Öllum er sama um hljómsveitna Rock Star Supernova og í raun veit enginn hvað varð um hana og vinningshafa þáttanna eða þá bara alla hina keppendurnar. Magni er kannski flottur fír og fínn söngvari en hversu lengi ætlar hann að syngja þekkta slagara í karíókí með vinum sínum.
Sennilega er svarið; á meðan einhver er tilbúinn að borga sig inn á sýninguna!
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Karókí eða ekki karókí þá hefur eitt ekki breyst frá því að Bítlarnir voru og hétu. Unglingsstúlkur sváfu vart í nótt yfir spenningi að sjá "Goðin" í Karíókí í kvöld. Og þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum
Sigurlaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.