29.11.2006 | 13:54
Af skyldleika bókartitla
Það kennir ýmissa grasa hjá útgáfunni Sögur fyrir jólin, enda mikill bóka- og tónlistaráhugamaður sem heldur um taumana, Tómas Hermannsson. Hann er svo rausnarlegur að bjóða allri þjóðinni á Bessastaði um jólin, því hann gefur út Matreiðslubók íslenska lýðveldisins. Þar er úrval rétta sem bornir hafa verið fram í boði íslenska lýðveldisins, veislum til heiðurs konungsfjölskyldum, forsetum, ráðherrum og fleiri stórmennum.
En það er athyglisvert að á meðal bóka sem Tómas gefur út er Draumalandið. Reyndar ekki eftir Andra Snæ Magnason heldur Örnu Skúladóttur, sem leiðir lesendur inn í heim barnsins og skoðar hann í ljósi svefnsins. Bækurnar tvær komu út á sama tíma, sem ætti ekki að koma Andra Snæ á óvart miðað við hugleiðingar hans um hugmyndir sem fæðast á sama tíma á ólíkum stöðum - liggja í loftinu.
Aftur urðu Sögur fyrir þessu í jólabókaflóðinu. Fyrir síðustu jól gáfu Sögur út Fánýtan fróðleik og gefa nú út bókina Meiri fánýtur fróðleikur. Þá vill svo til að forlagið Bjartur gefur út Fánýtan fróðleik um fótbolta. Tilviljun?
Og dæmin eru fleiri. Hrafnasparkið hlýtur að fagna því að á fyrsta sígaunadjassdiski Íslands stígur tríóið Hrafnaspark fram í sviðsljósið. Í kynningu á disknum segir að síðustu fimm ár hafi tríóið verið að fylgja því eftir sem Django Reinhardt byrjaði á í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar, Sígaunadjassinum: "Hér er einstaklega skemmtileg spilamennska á ferðinni spiluð eins og henni hentar best, live."
Alltaf fjölgar góðvinum Krumma!
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.