Íslenskur Bond?

Það eru ekki aðeins dansandi mörgæsir sem slá Daniel Craig við sem James Bond. Íslenskt hreystimenni hafði samband við Hrafnasparkið rétt í þessu og lýsti áhyggjum sínum af Bond í Casino Royale. 

Raunar gekk hann lengra og sagði að þetta væri enginn Bond. Í fyrsta lagi æki hann um á Ford Focus. Í öðru lagi sæti hann við pókerborðið og pantaði tvöfaldan romm í kók, en ekki Martini, "shaken, not stirred". Í þriðja lagi vélaði hann upplýsingar út úr íðilfagurri stúlku "sem síðan bauð honum að sofa hjá sér, en hann neitaði!"

"Það var aðeins einn Bond í bíósalnum," sagði þetta annálaða hreystimenni, sem klæðist stuttermabol í öllum veðrum. "Og það var ég. Ég sat með skvísuna í fanginu í salnum; hún strauk á mér bringuhárið og kyssti á mér hálsinn. Síðan gengum við út og þar beið gljáfægður Landcruiser. Það hugsuðu allir sem sáu okkur: "Já, þarna fer hinn eini sanni Bond." Þetta var engin keppni."


mbl.is Dansandi mörgæsir vinsælar í kvikmyndahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband