28.11.2006 | 10:20
Er von?
Vannærðir fingur á vörum móður, þó ekki hennar sjálfrar heldur lítils barns. Þannig er fréttamynd World Press Photo árið 2006. Stúlkan er eins árs gömul, Alassa Galisou, í bráðaskýli í Norðvestur-Níger, en þar höfðu geisað þurrkar og skordýraplágur. Höndin skorpin eins og á gamalmenni við íhugult andlit móðurinnar, Fatou Ousseini. Þrátt fyrir skelfilegar aðstæður er svipur móðurinnar óræður, lýsir kannski einna helst umhyggju, enda er hún að fá aðstoð fyrir barnið sitt. Er von?
Finbarr O'Reilly, fréttaritari Reuters, tók ljósmyndina, en hann fór ekki að mynda sjálfur fyrr en árið 2001 og eignaðist fyrst almennilega myndavél, stafræna, einu til tveim árum síðar. Hann segir vin sinn Marcus Bleasdale, ljósmyndara, hafa gefið sér það hollráð að ljósmyndun snerist um að finna tengslin við fólk.
En mikill hryllingur eru fréttamyndirnar, jarðskjálftar, stríð, hryðjuverk, hungursneyðir, flóð og sjálfsmorðsárásir. Þar með er lýst fyrstu 44 síðum bókar með verðlaunamyndum World Press Photo. Sem betur bera næstu síður með sér að birtingarmyndir tilverunnar eru fleiri í augum fréttahauka, til dæmis pattar í fótbolta á botni vatnslausrar sundlaugar í Afghanistan.
Engu að síður er undirliggjandi sama áleitna spurningin í flestum myndunum, þó að hún sé misjafnlega alvöruþrungin: Er von?
Varnaðaráhrif eru mikil af þessum ljósmyndum, sem hverfa ekki svo glatt úr huga manns. Og áhrifaríkast þegar kunnugleg minni eru notuð til að vekja fólk til umhugsunar. UNICEF hefur beitt sömu aðferð og gert það vel, til dæmis með fótbolta meðan á HM í knattspyrnu stóð árið 2002 og nú er UNICEF á Íslandi búið að ráða James Bond til starfans, Roger Moore. Ætli hann verði með rautt nef?
Svo er komið út lagið Brostu með Baggalúti í tilefni af degi rauða nefsins 1. desember, þar sem þekktir einstaklingar leggja málefninu lið. Og spurning vaknar, sem hlýtur að liggja til grundvallar öllu hjálparstarfi og upp að vissu marki fréttamennsku og ljósmyndun. Er von?
Roger Moore leikur í íslenskri auglýsingu á vegum UNICEF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.