27.11.2006 | 13:19
Eftirmćli nćstum ţví nítjándu aldar
Mér áskotnđist fyrir nokkrum árum kveriđ Eptirmćli átjándu aldar eptir Krists hingađburđ, frá Ey-konunni Íslandi, eftir Magnús Stephensen (Í ţessarar nafni framvörpuđ af Magnúsi Stephensen, Konúng. Hátignar virkilegu Jústítsráđi of Justitiario í ţeim konúngl. íslendska Land-yfirretti sem gefin var út í Leirárgörđum viđ Leirá, 1805. Prentuđ á Forlag Íslands opinberu Vísinda-Stiptunar af bókţryckjara G.J. Schagfjord.)
Eins og Magnús segir fyrir hönd eykonunnar Íslands í ljóđrćnu upphafi ţessara annars ţurrlegu eftirmćla, sem eru ađ stórum hluta upptalning:
Ţú ert framliđin, eilífleg frá mér horfin, ţú 18da Krists Öld! Ţú, sem ert mér minnisstćđust af öldunum, af ţví ţú varst hin síđasta sem ég misti, og breytilegasta einhver ađ lunderni, hrađađir ţér á fund ţinna eldri systra, geckst til hvíldar hjá ţeim ţá seinustu nótt ársins 1800, en rís aldrei framar upp mér til yndis eđur ađstođar.
Í lokin er svo ljóđabálkur sem er Samtal ţeirrar Átjándu og Nítjándu aldar, um nóttina milli ţess 31ta Decembr. 1800 og 1ta Januarii 1801.
Fyrir stuttu gaf JPV út einskonar eftirmćli nítjándu aldar, Ísland í aldanna rás - 19. öldin; glćsileg bók og gríđarstór, merkileg bók og efnismikil - ekkert er til sparađ. Einn er ţó ljóđur á ţessari bók, svo slćmur ađ dregur óneitanlega úr sagnfrćđilegu yfirbragđi hennar. Á bókarkápu má nefnilega sjá ađ 19. öld bókarinnar er ekki 19. öldin sem menn almennt kannast viđ. Hún hefst nefnilega á síđasta ári 18. aldar og lýkur á nćstsíđasta ári 19. aldar - miđar semsé viđ árin 1800 til 1899.
Ţetta er nú umdeilt atriđi, segir kannski einhver, en um ţetta deila menn varla nema sér til gamans.
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Um bloggiđ
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ţó myndi ţessi töluháttur rústa fjármálalífi heimsins á skömmum tíma ef hann mundi breiđast út. Ţví ţarf ađ berjast gegn ţessu af alefli!
ÖÚS
Halldór Baldursson, 28.11.2006 kl. 13:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.