25.11.2006 | 23:05
Listalist
Nú er jólabóka- og plötuflóðið að komast á fullan skrið. Á hverju ári hristir maður höfuðið yfir því hvernig sé eiginlega hægt að gefa út allt þetta efni. Ekki það að það sé á einhvern hátt neikvætt heldur stafar undrunin af því að erfitt er að sjá hvernig þetta getur allt borið sig fjárhagslega.
Blöð og fréttaþættir keppast um að fella misþunga rit- og plötudóma. Oftast fer þetta þannig fram að fyrst er gerð stutt grein fyrir bókinni eða plötunni og svo er felldur dómur sem er skorinn niður í eina setningu og svo að lokum gefnar stjörnur. Gagnrýni þessi er oft á tíðum frekar snubbótt og snýst gjarna frekar um smekk gagnrýnandans heldur en dóma sem taka mið af því sem höfundurinn er að reyna að koma til skila.
Einn þáttur í þessu eru hinir ómissandi listar. Það er merkilegt hvernig listaáráttan virðist vera að styrkja sig í sessi með hverju árinu sem líður. Það er sama hvort um er að ræða bíómyndir, tónlist eða bækur, öllu þarf að raða niður á topp tíu lista. Bókum og tónlist er raðað niður eftir seldum eintökum og bíómyndum eftir tekjum af miðasölu.
Umræðan virðist oft á tíðum frekar snúast um það hversu mikið er selt frekar en um gæði þess sem selt er. Skilaboðin sem þannig er miðlað virðast vera þau að beint samhengi sé á milli sölu og gæða vörunnar. Þannig auglýsa útgefendur gjarna að um sé að ræða metsöluvöru og gefa í skyn að eina vitið sé að kaupa viðkomandi bók eða plötu eða að sjá viðkomandi bíómynd. Þetta hefur leitt til þess að sífellt meiri skautun verður á þessu efni. Annars vegar eru þær vörur sem prýða metsölulistana og seljast í miklu upplagi og hins vegar restin sem selst í mun minna mæli. Svo rammt kveður orðið að þessu að það jaðrar við borgaralega óhlýðni að kaupa eitthvað annað en það sem er ofarlega á lista.
Það væri verðugt rannsóknarefni að skoða sölutölur aftur í tímann og sjá hvort samhengi er á milli þeirra bóka, platna og bíómynda sem best seldust og þess sem best hefur þolað tímans tönn. Einhvern veginn rennur mig í grun um að sú muni ekki verða niðurstaðan. Svo tekin séu klassísk dæmi um bestsellera þá mætti nefna ævisögur fegurðardrottninga, funheitan Icy-flokkinn eða einhverja af hinum sívinsælu amerísku high school bíómyndum. Ég er sannfærður að öll þessi ár var einnig gefið út efni sem fólk nýtur enn í dag þrátt fyrir að salan hafi verið takmörkuð á útgáfujólunum.
Ég stenst ekki mátið að spá fyrir um mjög gott efni sem er að koma út um þessi jól en mun líklega ekki verma toppsæti listanna. Þar get ég nefnt sem dæmi nýju bókina hans Braga, plötuna hans Péturs Ben og bíómyndina Börn. Ég vil þó taka fram að ég vona að þetta reynist ekki áhrínsorð og hvet til borgaralegrar óhlýðni.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Æ, það er rétt. Það var að minnsta kosti þannig að stórmarkaðirnir völdu inn bækur fyrir jólin eftir metsölulistum og bækur sem komast ekki þar inn áttu um leið ekki möguleika á að komast á metsölulistana. Þannig að þetta étur skottið á sér.
Líklega áttu þér engan öflugri stuðningsmann en skáldið og ritstjórann Matthías Johannessen, enda birtust lengi vel engir metsölulistar í Morgunblaðinu. Hann er raunar einnig mótfallinn bókmenntaverðlaunum og held ég að bækur hans séu ekki tilnefndar til þeirra af forlaginu að hans ósk. En það má auðvitað velta fyrir sér hvort bókmenntaverðlaun geti ekki verið af hinu góðu ef allar bækur koma raunverulega til greina.
Pétur Blöndal, 26.11.2006 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.