23.11.2006 | 22:41
Klámhundar hjá jafnréttissinnum
Ég fór í sakleysi mínu í Kringluna um daginn með litlu frænku minni en var strax í inngangnum rifinn úr gleðiskapinu sem ég var í og inní myrkan hluta lífs míns þarsem ég þurfti að upplifa missi vina og fjölskyldumeðlima. Einhverjir klámhundar á einhverri auglýsingastofunni höfðu í hugmyndaleysi sínu sett upp legsteina í anddyrinu með þartil gerðum kertum og krönsum þannig að stemmningin var mjög svipuð því sem við þekkjum sem höfum heimsótt leiði
fjölskyldumeðlima og vina og tilfinningin af þeirri upplifun helltist yfir mann. Nú gætu ýmsir haldið að hér væri verið að nota dauðann til að minna á dauðans alvarleika, hvernig of hraður akstur eða áfengisakstur getur valdið dauða ástvina og ættingja. Hvernig stríðsrekstur hefur valdið miklum dauða í heiminum eða þessháttar málum sem hafa með dauðann að gera. Það var ekki raunin. Verið var að benda á alls óskylt mál, launamun kynjanna! Þvílíkt klám. Þetta er ekki ósvipað því og þegar bílaauglýsingar eru búnar sprengikrafti með því að skella naktri konu á húddið. Smekkleysið er algjört þarsem konan hefur ekkert með bílinn að gera, hún fylgir ekki í kaupunum. Nöktu konunni er samhengislaust hent uppá húddið til að höfða til frumhvata karlkynsins í von um að þarmeð skoði þeir auglýsinguna betur. Og þessi Jafnréttisstofa, Femínistafélagið eða hverjir sem eru með þessa auglýsingu notar alveg sama klámið því tilgangurinn virðist helga meðalið. Þótt jafnrétti kynjanna sé göfugur málstaður er það fólk sem telur þá baráttu vera baráttu uppá líf og dauða algjörlega búið að tapa snertingu við raunveruleikann.
Þótt þetta klám hjá þessum baráttumönnum jafnréttis kynjanna sé skrefi lengra en ég kannast við að þá hefur þessi harka í auglýsingum verið frekar vaxandi. Þótt ekki sé hægt að saka þá um klám sem tengja baráttu sína gegn áfengisakstri við dauðann að þá er sumt farið að verða einum of viðbjóðslegt. Þegar þeir sýna ungan mann í fjölskylduboði sveifla dóttur sinni í kringum sig og síðan "missa" hana (það var meira einsog hann hefði fleygt henni) þannig að hún flaug í hinn enda hússins og hvarf niður stigann - væntanlega steindauð, þá spyr maður sig hvort tilgangurinn helgi virkilega meðalið? Ég hef mínar efasemdir um að þessi auglýsing hafi bjargaðmannslífum en ég veit það fyrir víst að hún olli verulegri vanlíðan hjá mörgu siðuðu fólki sem hvort eð er keyrir aldrei ölvað. Sama má segja um sjálfsmorðsauglýsinguna sem var gerð til að hjálpa baráttunni
gegn spilafíkn? Come on!
Nokkrar hugmyndir fyrir svona smekklausa auglýsingastofu og sérstaklega fyrir svona smekklausa viðskiptavini sem samþykkja svona ömurleika blindaðir af eigin sannfæringu um samfélagsmál:
Hugmyndir að því hvernig á að auglýsa baráttu þeirra sem vilja afnema
skylduáskrift RÚV:
Ungur maður á þrítugsaldri setur upp hengingaról, horfir á mynd af fimm manna fjölskyldu sinni, strýkur með puttanum yfir andlitið á yngstu dóttur sinni sem er fjögurra ára gamall ljósgeisli - svo hengir hann sig. Textinn sem kemur yfir skjáinn: skylduáskrift RÚV hefur leitt til margra óþarfa gjaldþrota ungra eldhuga á fjölmiðlamarkaðnum sem hefur leitt til tvístraðra fjölskyldna, eyðilagðra framtíðarplana og jafnvel sjálfsmorða.
Hugmynd að auglýsingu fyrir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar:
Vinnuhópur er staddur í einum göngunum við Kárahnjúkavirkjun að þræla við dagsverkið sitt. Ungur maður er sérstaklega vinnusamur og gantast við félagana og talar um hvað hann hlakkar til að komast heim til fjölskyldunnar sinnar. Hann bætir því við að hann sé í raun á móti þessari virkjun en hann verði að vinna fyrir fátækri fjölskyldu sinni. Svo hrynur úr loftinu þannig að hann kremst undir. Gott að hafa myndavélina lengi á andlitinu á honum þegar hann deyr og hrygluhljóðin í síðasta andardrættinum heyrist. Þessi göfugi piltur er dáinn. Textinn: Allar virkjanir hafa leitt til alvarlegra vinnuslysa og nánast allar virkjanir hafa leitt til dauðsfalla. Ert þú fylgjandi dauða vinnandi manna? Saklausra fjölskyldufeðra?
Blessunarlega hafa þessir hagsmunahópar ekki haft svo smekklaust fólk í forsvari að það myndi samþykkja svona auglýsingar, því þótt málstaður þeirra geti verið göfugur og allt sem er sagt í
auglýsingunni sé satt, þá er það bara ósmekklegt klám.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
þetta er rosalega rétt, allavega er erfitt að vera ósammála þessu. Auk þess þá sé ég ekki hvernig dauðinn tengist launamun kynjanna, nema að það hafi verið hugmyndin að jarða launamuninn og þetta þ.a.l einhver gjörningur. Annars skilur maður þetta ekki. Ég kalla mig femínista í daglegu tali en ef femínistafélagið stendur fyrir þessu þá verður maður að fara að endurskoða það. klám hefur margræða merkingu og klám eins er sakleysi annars, allavega er margt að sjokkera mig í fréttunum, einsog hangandi dýraskrokkar í sláturhúsum og þegar sýnt er frá hreindýraveiðum en öðrum finnst það ekkert ljótt. En mér finnst það jafn ljótt og klám og get vel skilið að svona auglýsingar með dauðann í aðalhlutverki veki óhug hjá mörgum.
halkatla, 24.11.2006 kl. 15:37
Eitt helsta "skemmtiefni" sjónvarpsstöðvanna þessa dagana er morð, banaslys, krufningar, misnotkun og annar ófögnuður. Í því samhengi finnst mér legsteinar í Kringlunni nokkuð sakleysisleg ábending, sérstaklega þegar sá punktur er tekinn með að stærðir legsteina karla og kvenna voru látnir endurspegla muninn á ævitekjum þeirra. Baráttuna fyrir jöfnum launum og réttindum ber að styðja en e.t.v. má spurja hvort rétt sé að gefa á þennan hátt í skyn að ævitekjurnar tengist gildi lífs þíns, nema þá að hugmyndin sé að stífla fleiri jökulár með legsteinum bankastjóranna.
Kristján Leósson, 26.11.2006 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.