23.11.2006 | 14:29
Skipta Sykurmolarnir máli?
Þegar það fréttist að Sykurmolarnir ætluðu að koma saman og halda tónleika á ný tuttugu árum eftir að smáskífan Einn mol á mann kom út vakti það nokkurn fögnuð. Ég kíkti í plötuskápinn og fann þar smáskífuna og varð hugsað til þess er ég heyrði fyrst í Sykurmolunum. Á sínum tíma fannst mér lagið Ammæli ansi gott en hins vegar man ég að mér fundust Sykurmolarnir í upphafi ömurlegir á tónleikum. Sennilega skrifast það að mestu á hljóðkerfin sem hljómsveitir notuðu í þá daga því þegar fyrsta breiðskífan kom út hljómuðu lögin ansi vel. Ég man meira að segja þegar Sykurmolarnir hituðu upp fyrir Smithereens í Gamla bíói hljómuðu þeir svo illa að nokkur hluti áhorfenda yfirgaf húsið til þess að fá sér einn drykk í viðbót áður en skemmtunin hæfist.
En aftur að endurkomunni. Ég gerði fastlega ráð fyrir að þetta yrðu tónleikar ársins enda eru Sykurmolarnir jú ein af þjóðargersemunum. En þegar ég spurði yngra liðið á mínum vinnustað hvort það ætlaði á Sykurmolanna mætti mér hlátur, og samt er þetta lið sem eltir Belle og Sebastian all leið lengst austur í land og stendur í stórræðum til þess að fá miða á Sufjan Stevens. Einn hafði meira að segja fengið boðsmiða frá einhverju stórfyrirtækinu en bara hent honum. Eftir tónleikana talaði ég við félaga minn sem var á tónleikunum með hópi manna í boði FL Group. Hann hafði reyndar aldrei hlustað áður á Sykurmolana en þetta var bara góð skemmtun. Um þúsund útlendingar komu sérstaklega hingað til þess að fara á tónleikna en í samtölum við þá kom fram að þeir mættu aðallega til þess að sjá Björk því það er svo langt síðan hún hélt síðast tónleika. Og til að kóróna allt þá var ekki einu sinni uppselt, á meðan að Magni er búinn að fylla höllina og byrjaður að selja miða á aukatónleika.
Eftir þessa upplifun fór ég að velta því fyrir mér að kannski skipta Sykurmolarnir ekki eins miklu máli eftir allt saman eins og ég hélt. Í raun og veru þá voru þeir kannski og eru jaðarhljómsveit sem náði að slá í gegn erlendis í skamman tíma og þess vegna vita allir hverjir Sykurmolarnir voru. En samt kann enginn lögin þeirra, þau eru aldrei spiluð í útvarpi og maður heyrir sjaldan tónlistamenn nefna Sykurmolana sem áhrifavalda. Getur nokkur maður sungið heilt erindi í lagi með Sykurmolunum?
Í dag koma þeir saman aftur og nú í boði FL Group til þess að bjarga fjárhag Smekkleysu (sem betur fer tókst það). Ég er nokkuð viss um að fyrir tuttugu árum þá hefði krökkunum í Sykurmolunum þótt það ansi hallærislegt og í raun fáranlegt að taka þátt í slíkri uppákomu.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Spurningin ætti kannski frekar að vera hvort menn séu meðvitaðir um mikilvægi Sykurmolana eða ekki, þ.e. hvort þeir viti að Sykurmolarnir eða gerðir þeirra hafi haft áhrif á það sem þeir eru að fást við þá stundina. Gleymum því ekki að fram að því að Sykurmolarnir slógu í gegn úti í heimi höfðu allir talið að eina leiðin til að hafa í sig og á í músík hafi verið að sveitaballast um landið sumarlangt eða sykurhúða og glimmersprauta tónlistina, sbr. Change (The Girls from Iceland, eins og Bretar kölluðu sveitina).
Hin óbeinu áhrif Sykurmolanna fólust einnig í því að hljómsveitin (eða réttara sagt útgáfa hennar) gaf út mikið af tónlist sem annars hefði trauðla verið gefið út (og í slíka útgáfu rennur megnið af því fé sem safnaðist á tónleikunum). Þar á meðal eru margar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem þykja merkisberar íslenskrar tónlistar í dag.
Þegar kemur að tónlistarlegum áhrifum hljómsveitarinnar, sem ég hygg að pistilshöfundur sé kannski að vísa í, má benda á að hann er líklega að tala við vitlaust fólk þegar hann spyr yngra liðið á hans vinnustað um tónlistarleg áhrif Molanna, hann ætti frekar að ræða við jaðartónlistarmenn, enda voru Sykurmolarnir alltaf jaðarhljómsveit og nutu aldrei almennra vinsælda hér á landi eða erlendis. Málið var bara að sérvitringarnir eru svo miklu fleiri í mannhafinu úti í löndum.
Svo er eitt til: styrktarmálin. Lárus minn, snúðu nú umslaginu á Ammæli við og sjá: Auglýsing frá Dansukker - fyrsta styrktaraðila Sykurmolanna.
Árni Matthíasson , 23.11.2006 kl. 15:04
Ég held að Sykurmolarnir skipti máli; þeir brutu upp formið og íslenskar hljómsveitir hafa fylgt í kjölfarið. Tónleikarnir voru mér hugljómun, þó að ég játi að ég hlusti ekki lengur á plöturnar. Björk brosti og hló og Einar Örn ærslaðist og öskraði og ég frétti að honum hefði meira að segja tekist að hneyksla einn áhorfanda með uppátækjum sínum. Einhvern tíma hefði það þótt skipta máli.
Það sem á eftir að verða mér eftirminnilegast er gítarsólóið hans Braga sem var dásamlega ólíkt gítarsólóum glysrokksins; hann varð hálfgerð andhetja á sviðinu. Og það var eins gott að hljómsveitin hætti eftir að Johnny Triumph söng Luftguitar. Það slær honum enginn við!
Pétur Blöndal, 23.11.2006 kl. 15:14
Ehemm, Bragi spilaði á bassa og tók því bassasóló. Það var magnað á sinn hátt og um leið ákveðin skírskotun til þess sem allir sannir rokkvinir hata, sem sé bassasóló. (Sjá til að mynda Bass Odyssey í heimildarmyndinni um Spinal Tap.)
Árni Matthíasson , 23.11.2006 kl. 15:21
Æ, veit ég vel. Ég var kominn í gítarsóló Johnny Triumph áður en ég kláraði setninguna um Braga. En þegar maður tekur sóló á einn streng skiptir kannski ekki öllu máli hvort það er gítar eða bassi. Annars var ólíkur bragur á rithöfundunum; það væri gaman að sjá Braga taka Luftguitarinn og Johnny Triumph grípa bassann.
Pétur Blöndal, 23.11.2006 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.