21.11.2006 | 15:23
Byssur í heimi barnanna
Það kom furðuleg frétt í sjónvarpinu um daginn. Sjóræningjar rændu íslensk hjón á hafi úti. Að vísu er ekkert skrýtið við að sjóræningjar ræni, allra síst á sjónum. En ég hafði sagt dóttur minni að sjóræningjar væru ekki til. Hún var nefnilega svo hrædd við sjóræningja. Þannig að hún leit stórum augum á foreldra sína og spurði: "Eru til sjóræningjar?"
Já," svaraði mamma.
En þeir eru ekki með sverð?" spurði stelpan tvístígandi.
Nei, ástin mín," svaraði mamma.
En þeir eru með byssur?" spurði hún.
Já," svaraði mamma.
Má hafa byssur?" spurði stelpan.
Nei," svaraði mamma og var ekkert að nefna að á íslenskum heiðum væri allt morandi af fólki í felubúningum með byssur.
En það má hafa dótabyssu?" spurði stelpan.
Það er allt í lagi að hafa dótabyssu."
Það er ein dótabyssa í Salómear húsi," sagði þá stelpan og létti af samviskunni. Svo hélt hún áfram að leika sér, komin með byssuleyfi, þó án þess að drepa neinn. Kjartan Halldórsson, sem rekur Sægreifann, gerði hinsvegar heiðarlega tilraun til þess sem gutti, og sagði frá því í viðtali á sunnudaginn var:
Þegar við bjuggum í Syðsta-bæ var Valgeir í Ásum prestur hjá okkur og reyndist okkur alltaf vel. Hann kom oft til foreldra minna að húsvitja. Einu sinni sögðu systur mínar mér að þetta væri vondur kall og vissu að ég var frakkur og óþægur. Þær réttu mér kindabyssu, sem pabbi sálugi átti, og sögðu: Skjóttu prestinn!" Ég lét ekki segja mér það tvisvar, stökk inn í stofu með byssuna og öskraði: Skjóta prestinn!" Sem betur fer voru ekki skot í byssunni, bara hólkurinn, og ég var snúinn niður, - afvopnaður alveg á stundinni. Þá sagði klerkur: Já, það er töggur í þessum.""
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.