20.11.2006 | 07:05
5973 árum eptir veraldarinnar sköpun
Almanak fyrir ár eptir Krists fæðing 1837, sem er hið fyrsta ár eftir hlaupaár enn fimmta eptir Sumarauka
útreiknað fyrir Reikiavík á Íslandi af
C.F.R. Olufsen
Prof Astronom
Útlagt og lagað eptir íslendsku tímatali af
Finni Magnússyni
Prof
Sem bókasafnari verður maður oft að glíma við þá tilfinningu að vilja eignast eitthvað bara til að eignast það. Það kemur þannig oft fyrir að maður rekst á einhvern prentgrip sem er svo eigulegur að maður verður eiginlega að komast yfir hann þó hann falli ekki að neinu sem maður annars er að safna, eða hafi ekki verið á lestrarlistanum, sem er nú sá listi sem ég annars styðst helst við. Svo var því til að mynda farið með lestrarbók Rasmusar Christians Rask sem mér áskotnaðist á dögunum, rit sem nú starir á mig úr hillunni sem ég skrifa þetta og álasar mér fyrir bruðlið (Lestrarkver handa heldri manna börnum með stuttum skíringargreinum um stafrófið og annað þar til heyrandi, samið af Rasmúsi Rask, Prófessor í bókmentafræði, bókaverði Háskólans og meðlim af ýmisligum lærðum Félögum. Kaupmannahöfn, 1830).
Fyrir stuttu var ég í heimsókn hjá kunningja mínum sem er með afbrigðum bókafróður maður og mikill safnari. Hann hefur iðulega útvegað mér ýmislegt fágæti og tilgangur með heimsókninni til hans var einmitt að skoða bækur sem honum höfðu borist og ég var að leita að. Eftir að þeim samskiptum okkar var lokið sagðist hann hafa nokkuð að sýna mér og dró fram úr felustað böggul af litlum kverum. Ég opnaði böggulinn og sá að þar voru komnir kubbarnir goðsagnakenndu, fyrstu árgangar Íslandsalmanaksins, heilt og fallegt eintak, óbundið.
Mig setti hljóðan enda hafði ég ekki áður séð slíkan og annan eins dýrgrip og reyndar aldrei séð nema stöku hefti eða slitrur úr hefti. Litla almanakið, eins og það er einnig kallað, var fyrirrennari almanaks Þjóðvinafélagsins sem flestir þekkja væntanlega, og var fyrst gefið út 1837 í samræmi við konunglega tilskipun í kjölfar tilmæla rektors og prófessora háskólans í Kaupmannahöfn. C.F.R. Olufsen stjörnufræðiprófessor var falið að semja almanakið en Finnur Magnússon fenginn til að snúa því á íslensku og laga að íslenskum háttum.
Fyrstu árgangar almanaksins voru í litlu broti og þaðan er komið heitið kubbarnir, en það var í þeirri stærð frá 1837 til 1860. Finnur sá um íslenskun almanaksins til 1849 að Jón Sigurðsson tók við verkinu og gerði á því ýmsar breytingar, lét meðal annars prenta það með latínuletri og síðan breyta brotinu 1861, en hann gerði líka efnisbreytingu á innihaldi þess.
Í almanakinu er ýmsan fróðleik að finna, til að mynda er þar tilgreindur grúi dýrlinga, getið um ýmsar messur sem hér var haldið upp á, finna má gamla misseristalið og fyrsti vetrardagur er settur á laugardag, sem olli víst deilum eins og rakið er í ágætri samantekt á vefsetri nútímaútgáfu almanaksins. Á þriðju síðu almanaksins má lesa:
Nærverandi ár reiknast eptir Krists fæðing 1837
Eptir veraldarinnar sköpun 5804
Frá trúarbragðanna síðustu siðaskiptum 320
Frá Oldenborgar-konungsættar ríkisstjórnar byrjun í Danmörku 388
Frá vors allranáðugasta konungs Friðriks hins sjötta fæðing 69
Eins og ég gat í upphafi þá verður maður stundum gripinn yfirmáta löngun til að eignast gamlar bækur eiginlega bara til að eignast þær. Sú löngun heltók mig eitt augnablik og ég missti út úr mér spurninguna: "Hvaða verð er á þessu?" Safnarinn vinur minn leit á mig og hristi hausinn án þess að segja orð af vorkunnsemi. Hann vissi að þetta væri svo langt frá minni kaupgetu að það tæki því ekki að hafa orð á því. Tók svo kubbana af mér og pakkaði þeim saman þegjandi.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
ef ég ætti mynd af sjálfri mér að slefa þá mundi ég setja hana upp við hlið þessa komments því þetta er lystugasta færsla sem ég hef séð á blog.is hingað til. Það er ekki til betra kikk en að handfjatla eldgamlar bækur uppfullar af gleymdum fróðleiksmolum, það er eina ástæðan fyrir því að mig langar í pening, til þess að geta keypt svoleiðis.
Ég vissi ekki um þennan Rasmus Rask (enda ekki orðin professional bókasafnari enn) en lýsingin á bókinni hans var alveg ummm, freistandi
halkatla, 24.11.2006 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.