14.11.2006 | 22:51
Í hliði tímans
Æ, hvað það var notalegt að vera blaðamaður á fimmtudaginn var. Þá fékk ég í hendur ljóðabók skáldsins Hannesar Péturssonar Fyrir kvölddyrum, sem þó átti ekki að koma út fyrr en daginn eftir. Ég var allt í einu staddur í hliði tímans; fékk það dásamlega verkefni að skrifa frétt um fyrstu ljóðabók Hannesar í 13 ár, áður en hún kom út! Það tók mig tæpan klukkutíma að renna hratt yfir hana einfaldlega vegna þess að ég var of óþreyjufullur til að dvelja við eitt einasta kvæði; ég varð að fá að bergja þegar á því næsta og því næsta.
Ég verð að segja það strax að Fyrir kvölddyrum stóð undir væntingum, og þá er mikið sagt! Þjóðskáld sem mælir. Ljóðin hafa leikandi létt form og mál og mynda óræða heild, þó að aldrei sjáist til botns. Þau grafa sig lengra niður í farveginn við hvern lestur, svo það myndast djúpir hyljir og þó speglast himinn yfir. Reglulega dregur maður óviðjafnanlegar hendingar upp úr kafinu. Eins og ljóðabrotið: "Hvílumst. Hlustum ef við getum/ á lífið /hina löngu hugsun."
Það er ánægjulegt að höfundur finnur sig í einu ljóði staddan á klapparskeri í Grímsey og auðvitað koma hrafnar við sögu í kveðskapnum. Krúnk! Og best að ljúka þessu með nýrri hendingu Hannesar Péturssonar: "Við stóðumst ekki án drauma/ neinn dag til kvölds "
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.11.2006 kl. 15:06 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.