Mönnuð geimferð til Mars?

Það hefur verið töluvert afrek að komast til tunglsins hjá Neil Armstrong og félögum árið 1969 og vissulega risaskref fyrir mannkynið, heilir 386 þúsund kílómetrar. Víst botna sumir ekkert í því að það skuli hafa tekist fyrir daga litasjónvarpsins og fótanuddtækjanna. En þá voru menn reyndar löngu farnir að sprengja heilu borgirnar í loft upp.

En George Bush lætur sér ekki nægja að leggja á ráðin um ferð til tunglsins, enda vanur að leggja undir sig nýjar lendur á plánetunni jörð. Hann vill senda mannað geimfar alla leið til Mars.

Og það er forvitnilegt að lesa hvað Bill Bryson hefur að segja um það í stórfróðlegri bók, "A Short History of Nearly Everything", sem kom út árið 2003:

A manned mission to Mars, called for by the first president Bush in a moment of passing giddiness, was quietly dropped when someone worked out that it would cost $450 billion and probably result in the deaths of all the crew (their DNA torn to tatters by high-energy solar particles from which they could not be shielded).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bush hlýtur að telja að Osama Bin Laden hafi þar útibú. Annað getur vart vakið áhuga hans á Mars.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Til MARS sagði maðurinn.  Hahaha... en auðvitað hefur þetta verið í einhverju auglýsingartrikki, maður veit það svo sem. 

Sagði Bush ekki líka að US ætlaði að senda menn til tunglsins 2015-2020 ?  Bækistöð á tunglinu og eg veit ekki hvað.

Já, belive me,  Það er eitthvað bogið við þessa tunglsögu US fyrir hvað... nærri 40 árum.  40 árum !  Nánast HÁLF ÖLD !  Og í dag er það ekki hægt.  það vantar eitthvað í þessa sögu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband