Skáldið og ritstjórinn

Skáldið og ritstjórinn verður næsti gestur lestrarfélagsins Krumma, sem orti á nýársnótt 1995:

Stöndum ein

við grafhýsi

vængdauðra minninga;

sólgulur uggi

á ljósfælnu stjörnuhafi;

perlandi myrkur

við titrandi glerhimin;

stöndum ein

við skugga af flöktandi

báli;

ein undir smáljósakransi

og fölnandi stjörnum.

Það er Matthías Johannessen sem mælir, eins og lesa má á vef sem helgaður er honum á Mbl.is. Og hún er athyglisverð dagbókarfærslan sem fylgir:  

Fórum í boð til Rutar og Björns Bjarnasonar í kvöld. Það hefur nánast verið venja eftir að Bjarni og Sigríður dóu; minnir á gömlu góðu dagana í Háuhlíð.

Ósköp indælt að venju.

Talaði við Davíð Oddsson og fór vel á með okkur. Töluðum út um ýmislegt enda vorum við báðir þokkalega kenndir; þó ekkert meira en það!

Sá að eitthvað sérstakt hvíldi á Davíð þegar hann fór allt í einu að segja mér frá því hversu mjög honum hefði sárnað leiðari Morgunblaðsins þegar Ráðhúsið var tekið í notkun.

Hann hafði ætlað að vitna í Tjarnar-ljóð eftir mig, og það vissi ég raunar, vegna þess að hann sendi okkur Styrmi bréf um vonbrigði sín og reiði á sínum tíma vegna gagnrýni Morgunblaðsins á það, hvernig vígslu ráðhússins var háttað.

En nú vissi ég það í fyrsta skipti að Davíð hafði látið skrifa ljóðið í rúðu sem átti að setja í Ráðhúsið eins og gert var við kvæði eftir Tómas.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband