Pólitísk heilræði Fergusons

Það er stór dagur í Róm fyrir Manchester United, sem virðist óstöðvandi þessa dagana.

Enginn getur neitað því að Alex Ferguson á sér fáa líka þegar kemur að því að raða leikmönnum í skotgrafirnar á knattspyrnuvellinum. En í ævisögu hans, The Boss, kemur fram að hann skiptir sér líka af stjórnmálum. Hann hefur alltaf stutt Verkamannaflokkinn og myndi aldrei gera föður sínum það að kjósa íhaldið. Og honum er mjög í nöp við Thatcher. Þegar blaðamaður vakti máls á því að hann ætti það sameiginlegt með henni að þurfa aðeins fimm tíma svefn, þá hreytti hann út úr sér: "Don't associate me with that woman".

Góð vinátta er með Ferguson og Alistair Campbell, ímyndarráðgjafa Verkamannaflokksins, og gaf Ferguson honum nokkur heilræði í kosningabaráttunni árið 1997:

Never forget, that you are inside a bubble and you have to lift yourself out of it.

Remember that the journalists and politicians inside the bubble are not thinking in the same way as the people outside it.

Don't allow anything inside your head that you don't need to be there.  

Það er nefnilega það.

Margt er líkt með fótbolta og pólitík!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

And the bubble....

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband