Margt býr í nöfnunum

Tímarit Bjarts og frú Emilíu kom upp úr kassa frá árinu 1997, sérrit um nöfn áskrifenda, og kennir þar ýmissa grasa. Svo virðist sem nokkrir krummar hafi verið áskrifendur, því nöfn þeirra koma fyrir. Þar á meðal er Börkur, stundum nefndur "appelsínubörkur" þegar fólk gerir að gamni sínu, því það er svo fyndið.

Þetta var nafnið á berkinum utan af appelsínunum sem maður át um jólin en lét svo börkinn utan af þeim liggja í bleyti í sykurvatni. Hann entistmanni til að narta í langt fram eftir vetri. Nafnið Börkur minnir mig þess vegna á beiskan fúkka. - Guðbergur Bergsson

Svo er það Karl:

Leggstu ofan á mig Mingus af öllum þínum þunga, með undir, undirhundi í hendi kremst ég undir þér (sóló). - Oddný Eir Ævarsdóttir

Og Magnús:

Sumir vinir mínir þóttust þekkja mann með þessu nafni sem átti að vera svo ógæfusamur að víxla alltaf enni og emmi í orðum og ræðu og ekki nóg með það heldur átti hann að hafa lært til prests í ofanálag. - Linda Vilhjálmsdóttir

Þá Róbert:

Lamdi einu sinni stelpu sem hét Róbert. Sparkaði í andlitið á henni. Hún var þybbin. Síðan kýldi ég hana nokkrum sinnum. Var klæddur grænum fægterjakka. Hljóp í burtu. - Mikael Torfason

Stefán:

Hringdu. - Þorvaldur Þorsteinsson

Viggó:

Drekkur tvö, þrjú vatnsglös við stálvaskinn. Heldur svo áfram með það sem hann var að gera. - Dagur Kári Pétursson

Loks Örn:

Langar burt, upp í skýin, suður um höf og allt það kjaftæði. Of mikil rómantík í nýrómantík. - Mikael Torfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband