29.3.2008 | 19:02
Bömmer!
Svo mælir iðrandi syndari í Hómilíubók:
Eg segi það Guði, Drottni mínum, og inni helgu maríu, móður hans, og öllum Guðs helgum og yður, systkinum mínum, að eg hefi syndar gjörvar, aumur og vesall, allar þær, er maður má misgera með mennskri önd og mennskum líkama í orðum og verkum og í huga röngum, í öfund og í ofmetnaði, í heift og í reiði, bræði og í langræki. Hefi eg syndir gjört í morði og í manndrápi, í áverkum á kristnum mönnum. Eg hefi syndir gjört í hórdómsatferð og í öllu saurlífi röngu, svo sem vondur maður má sér spilla. Vilda eg það margt gera, er eg mátta eigi. Eg hefi syndir gjört í stuld og í ráni, í kaupafari röngu og í allri ójafngirni og í alls konar órakklæti og ómennsku, í gildingi bæði fyr Guði og mönnum.
Þannig hljóðar brot úr stólræðu í þeirri bók sem elst er til á Íslandi og er rituð um aldamótin 1200. Kannski ástandið sé ekkert slæmt í miðbænum miðað við sveitir landsins í þá daga? Það hefur vantað skeleggan lögreglustjóra! En líklegt má telja að krummar samsami sig frekar þeim löstum sem taldir eru upp síðar í syndajátningunni:
Eg hefi syndir gjört í ofáti og í ofdrykkju, í ofsvefngi frá góðum hlutum og í vökum til andmarka, í inndælgirni og leti allra góðra verka.
Æ, er ekki svefninn góður - og líknsamur?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Mannlegur breyskleiki er samur við sig þó árhundruð skilji að.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.