19.10.2006 | 11:32
Hvað er heima?
Æ, gaman að finna ættjarðarstoltið við lestur á pistli Huldars Breiðfjörðs, félaga í Krumma, á Bjarti.is. Maður fær eiginlega gæsahúð og notalegan hroll. Pistillinn er raunar lengri eins og menn geta séð með því að fara á vefsíðu Bjarts. Slóðin er hér fyrir neðan.
"Á meðan eldaflugið magnaðist og allt að verða tólf stóð ég úti í garði með bjórflösku og var uppteknari við að róa niður hund fjölskyldunnar T. Breiðfjörð en mikla andakt. Það voru engin heiti, engin eftirsjá né sérstök tilhlökkun, eða öfugt. Ég stóð bara í snjónum og horfði á gamla árið springa út, leka niður svartan himin, oní kræklótt tré. Svo var komið nýtt ár 2006 og eins og alltaf birtist það sem örlítið ljósari himinn en sá sem ég hafði horft upp í rétt fyrir tólf. Ég var að drekka bjór, byrjaður að finna á mér, leið vel. Og reyndar var restin af fjölskyldunni, sem stóð þarna rétt hjá hjónin G. Breiðfjörð og H. Ingólfsdóttir - örlítið drukknari en yfirleitt áður á áramótunum (hugsanlega vegna þess að Skaupið hafði verið einhvernveginn þannig) svo það var kannski ekki alveg upp úr þurru að við byrjuðum allt í einu og í fyrsta sinn að syngja þrjú saman. Við klóruðum okkur í gegnum fyrsta erindi Nú árið er liðið, eða hvað það lag nú heitir, síðan leystist raulið upp í hlátur. Annaðhvort voru bjórarnir orðnir of margir eða við höfum aldrei kunnað allan textann, frekar en þú. Hinsvegar var faðir minn fljótur að framlengja stemninguna úr garðinum og inn í stofu með því að byrja að spila einhverja ítalska tenóra sem þeim báðum finnst svo æðislegir og hafði vit á að stilla nógu hátt til að við gætum örugglega öll sungið með. Sem við gerðum þar til ég náði loks í leigubíl og fór niður í bæ. Og þannig einhvernveginn var hann, hápunkturinn, á hálfsmánaðar heimsókn til Íslands eftir eins og hálfs ár dvöl í útlöndum. Hápunkturinn vegna þess að hann svaraði loks spurningunni sem hóf að bergmála í höfðinu á mér nokkrum dögum eftir að ég lenti á Keflavíkurflugvelli seint í desember. Hvað er heima?"
http://bjartur.is/?i=12&f=13&o=994
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.