19.10.2006 | 11:32
Hvað er heima?
Æ, gaman að finna ættjarðarstoltið við lestur á pistli Huldars Breiðfjörðs, félaga í Krumma, á Bjarti.is. Maður fær eiginlega gæsahúð og notalegan hroll. Pistillinn er raunar lengri eins og menn geta séð með því að fara á vefsíðu Bjarts. Slóðin er hér fyrir neðan.
"Á meðan eldaflugið magnaðist og allt að verða tólf stóð ég úti í garði með bjórflösku og var uppteknari við að róa niður hund fjölskyldunnar – T. Breiðfjörð – en mikla andakt. Það voru engin heiti, engin eftirsjá né sérstök tilhlökkun, eða öfugt. Ég stóð bara í snjónum og horfði á gamla árið springa út, leka niður svartan himin, oní kræklótt tré. Svo var komið nýtt ár – 2006 – og eins og alltaf birtist það sem örlítið ljósari himinn en sá sem ég hafði horft upp í rétt fyrir tólf. Ég var að drekka bjór, byrjaður að finna á mér, leið vel. Og reyndar var restin af fjölskyldunni, sem stóð þarna rétt hjá – hjónin G. Breiðfjörð og H. Ingólfsdóttir - örlítið drukknari en yfirleitt áður á áramótunum (hugsanlega vegna þess að Skaupið hafði verið einhvernveginn þannig) svo það var kannski ekki alveg upp úr þurru að við byrjuðum allt í einu og í fyrsta sinn að syngja þrjú saman. Við klóruðum okkur í gegnum fyrsta erindi “Nú árið er liðið”, eða hvað það lag nú heitir, síðan leystist raulið upp í hlátur. Annaðhvort voru bjórarnir orðnir of margir eða við höfum aldrei kunnað allan textann, frekar en þú. Hinsvegar var faðir minn fljótur að framlengja stemninguna úr garðinum og inn í stofu með því að byrja að spila einhverja ítalska tenóra – sem þeim báðum finnst svo æðislegir – og hafði vit á að stilla nógu hátt til að við gætum örugglega öll sungið með. Sem við gerðum þar til ég náði loks í leigubíl og fór niður í bæ. Og þannig einhvernveginn var hann, hápunkturinn, á hálfsmánaðar heimsókn til Íslands eftir eins og hálfs ár dvöl í útlöndum. Hápunkturinn vegna þess að hann svaraði loks spurningunni sem hóf að bergmála í höfðinu á mér nokkrum dögum eftir að ég lenti á Keflavíkurflugvelli seint í desember. Hvað er heima?"
http://bjartur.is/?i=12&f=13&o=994
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
annapala
-
arnih
-
arnljotur
-
begga
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
davidlogi
-
don
-
ea
-
fararstjorinn
-
feministi
-
gattin
-
geislinn
-
grettir
-
halldorbaldursson
-
hallkri
-
handsprengja
-
handtoskuserian
-
hannibalskvida
-
herdis
-
hlynurh
-
hof
-
hoskuldur
-
hrollvekjur
-
hugsadu
-
hux
-
ingibjorgelsa
-
jonasantonsson
-
kaffi
-
kiddirokk
-
kjarninn
-
kjoneden
-
kolgrima
-
listasumar
-
ljonas
-
lostintime
-
maggaelin
-
magnusb
-
malacai
-
maple123
-
nosejob
-
pallvil
-
ragnhildur
-
reni
-
ruthasdisar
-
seth
-
sigurgeirorri
-
stebbifr
-
steinibriem
-
theld
-
tulugaq
-
vefritid
-
vglilja
-
vinursolons
-
vitinn
-
arniarna
-
gisliblondal
-
skak
-
athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.