21.2.2008 | 14:15
Biblían og Þorgrímur fá rauðar tilnefningar
Þá er komið að síðustu tilnefningum til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs.
Í Biblíu gáfaða fólksins eftir Gils N. Eggerz er svofelldur kafli:
Og nú er komið að áframhaldandi umræðu um G-blett karlmannsins. Eins og áður sagði hef ég þróað með mér sterkt bókarkápublæti, en þó dugar kápan og hennar áferð ekki ein og sér, til að framkalla fullnægingu, nema um mjög sérstaka kápu sé að ræða. Eftir að hafa gælt við kápuna í dágóða stund, með báðum höndum, fær hægri höndin nýtt hlutverk. Ég legg vísifingur og löngutöng þeirrar hægri (ég er rétthentur), á spöngina milli endaþarmsops og pungs, og þrýsti þéttingsfast upp og í átt að endaþarmi. Þar með er G-blettur endaþarmsins örvaður hratt og örugglega, úr óvæntri átt, án nokkurs ógeðs frá líkamanum, og engin þörf er á slímugum reðurstrokum; sáðlát er í algeru lágmarki. Reynið heima í stofu! (Gildir vitaskuld ekki um konur, börn og gamalmenni, en þó er alveg tilvalið fyrir hvernig Gáfumenni sem er, að prófa eitthvað í þessum dúr.)
Þorgrímur Þráinsson kemur einnig inn á kynlífið í bókinni Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama:
Ein besta leiðin til að rjúfa þagnarmúrinn er einmitt að notfæra sér nútímatæknina, senda sms eða tölvupóst. Á þann hátt getur þú spurt spurninga sem hafa brunnið á þér. Og notað þau orð sem þú hefur ekki kunnað við að nota munnlega. Þú getur komið á óvart, daðrað, borið fram óskir og svo mætti lengi telja. Þessi möguleiki getur opnað flóðgáttir og skilað sér í fjölbreyttara kynlífi og innilegri samskiptum. Og svo þegar hvílubrögðin eru hafin er örvandi að segja að konan þín sé með fallega píku og það sé gaman að ríða henni.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Kolgrima, 21.2.2008 kl. 14:25
Biblía fallega fólksins kom út árið 2006. Hún getur því varla talist tilnefningarhæf í þessari keppni.
Eins gott að hafa svona hluti á hreinu því að samkeppnin er orðin ansi mikil.
Halla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:20
Þetta er víst Biblía gáfaða fólksins. Ætli það sé ekki allt annar kynstofn?
Krummi, 4.3.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.