Helgibók fyndninnar

Mikill munaður er það fyrir íslenska þjóð að eiga nokkurskonar helgibók fyndninnar, bækur sem hafa að geyma alla skráða íslenska fyndni fyrr og síðar. 

Ef mönnum dettur eitthvað í hug, sem þeir halda að sé fyndið, er vissara að fletta því upp í Íslenskri fyndni áður en það er sagt upphátt.

Þar sem Íslendingar eru heiðingjar upp til hópa, og fara með brandara um náungann í stað bæna, má segja að þetta séu í raun trúarrit þjóðarinnar.

Svo nefnt sé dæmi, þá er það alveg óborganlegt að Guðjón bóndi var að flá kú. Hún var föst í skinninu og húðin þykk, enda sóttist verkið seint. Loks andvarpar Guðjón: "Að menn skuli geta kallað þetta skinnlausar skepnur".

Svona brandara heyrir maður ekki lengur. Heimur versnandi fer. Nú eiga Íslendingar hvorki trú né fyndni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband