Staða Villa og Huddersfield

Davíð Oddsson var hnyttinn sem endranær á blaðamannafundi um stýrivexti Seðlabankans, þar sem hann var spurður "sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins" hvað honum fyndist "um stöðu Villa".

Hann svaraði að bragði: "Hvað finnst þér um stöðu Huddersfield?"

Þetta vakti nokkra athygli og kátínu margra. Eitt vantaði þó á að brandarinn skilaði sér alveg. Það kom nefnilega ekki fram í fréttaflutningi fjölmiðla að spurt var um "stöðu Villa" á fundinum.

Orðaleikurinn felst í því að spurningin gæti eins átt við um Aston Villa eins og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Annars er staða Huddersfield ekki öfundsverð. Félagið er um miðja fyrstu deild, sem er í raun þriðja deildin í enska boltanum. Og það má muna fífil sinn fegurri, en það varð fyrst enskra liða til þess að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð, frá 1923-1926.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bára Friðriksdóttir

Sæll Krummi,

Ég spyr áfram: Hvað er Huddersfield. Að einhverju leiti minnir þetta mig á smjörklípuaðferð Davíðs.

Bára Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband