Karl, kona, viskí og klósett

Enn bætast við tilnefningar til rauðu hrafnsfjaðrarinnar.  

Að þessu sinni er það félagi krummi, Bjarni Bjarnason, sem fer á háskalegar slóðir í skáldsögunni Bernharður Núll. Krummar þekkja það frá kynningunni á Skólavörðustígnum. 

Gripið er niður í söguna þar sem sögumaður gægist yfir millivegginn á klósettinu og fylgist með því sem fram fer "í skærri skuggalausri halogenbirtunni":  

Drykkur hans er myrkar hugsanir um mig og hann virtist vera í þannig vímu þegar hann fór höndum um Súsönnu. Hún hallaði sér yfir klósettið, studdi sig með appelsínuhöndunum við vegginn og klóraði í flagnaða málningu með svartmáluðum misuppnöguðum nöglunum. Bleikur kjóllinn með brunagötunum eftir sígarettuglóðir var einn vöndull um hana miðja, gallabuxurnar á hælunum. Bernharður strauk annarri hendi um mittið, með hinni hélt hann um fleytifullt viskíglas sem sullaðist úr reglulega. Hún leit um öxl og lét hann rétta sér glasið, tæmdi það og saug klaka milli þess að hún hélt aftur af sér. Til að klæa sig strauk hún glasinu við andlitið. Það var eins og hún væri að missa tökin á öllum tilfinningum samtímis og öskra. Þær voru töfrandi efnaferli sem ávallt hafði runnið sitt skeið á enda með vissum hætti og mundi bera það enn á ný. Sjálkrafa hreyfingar náttúrunnar dásvæfðu mig. Bernharður herti tökin þannig að reiðin, einmanaleikinn og biturðin streymdu inn í hana og liðu út um hálfopnar varir sem bleikar leiðurblökulagaðar stundur. Allt í einu missti hún tök á tilfinningum sínum, og hans, heyrðist mér á öskrinu, og um leið kastaði hún af sér vatni eins og þetta væri einhverskonar trúarleg athöfn, skírn eða önnur gerð djöflahreinsunar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Fyrir hvað nákvæmlega er Rauða hrafnsfjöðrin veitt?

Kolgrima, 18.2.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Krummi

Nú, athyglisverðustu kynlífslýsinguna! Ekkert endilega þá bestu, því það er fjarri krummum að setjast í slíkar dómarastellingar. En athyglisverðustu...

Krummi, 19.2.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband