6.2.2008 | 17:08
reykjavík - osló - istanbúl - kabúl
hvað er með þetta búl dæmi í mið-austurlöndum? orðsifjafræðin segir mér að þetta sé tengt púl, þeir spili svo mikið púl í þessum hluta heimsins.
ég hef komist að því að launin í blaðamennskunni eru ekki næg til að geta safnað mér fé til að framleiða bíómynd einsog ég ætla að gera í sumar svo ég ákvað að fara í stríð í afganistan sem hefur jafnan gefist vel til að laga fjárhagsstöðuna mína fyrir eða eftir kvikmyndaævintýrin mín. ég lagði af stað frá noregi - army express oslo - kabul - en við stoppuðum hér í istanbúl til að taka bensín í nótt, en vorum síðan grándaðir vegna slæms veðurs á flugvellinum í kabúl - þannig að ég er hér ásamt 60 norskum hermönnum og við bíðum frekari fyrirmæla. hugsanlega er okkur ætlað að fremja valdarán hér í stað þess að vera að þvælast alla leið til kabúl, enda hefur tyrkneska ríkisstjórnin verið til ýmissa ama undanfarin ár, vildi ekki einu sinni hleypa 100 þúsund bandarískum hermönnum í gegnum landið sitt til að lemja á trúbræðrum tyrkja í írak hérna um árið, en við bíðum rólegir fyrirmæla í istanbúl og sextíu alvopnaðir norsarar, ég held þeir heiti flestir olav.
ég er í asíska hluta istanbúl sem er ekki eins fallegur hluti borgarinnar og það er svo dýrt að fara yfir í evrópska hlutann, 180 evrur fram og til baka að ég læt það bíða þangað til ég kíki í alvöru heimsókn. svo er aldrei að vita nema kallið komi strax í kvöld. "take power in istanbul - show no mercy!" eða bara: "drulliði ykkur til kabúl letingjarnir ykkar! hvað eruði að hanga í djammborginni istanbúl!?"
kveðja til reykjavíkurbúl eða reykjabúl - kúl? olav biður að heilsa!
börkur gunnarsson
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.