Rauða hrafnsfjöðrin

Nú líður að því að bókmenntaverðlaunin Rauða hrafnsfjöðrin verði veitt fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í útgáfu liðins ár. Sú afhending fer fram á árshátíð félagsins 22. febrúar.

Eiríkur Örn Norðdahl vann til verðlaunanna í fyrra, veitti hrafnsfjöðrinni viðtöku á árshátíðinni og las kynlífslýsinguna með tilþrifum. Líður það engum úr minni sem til heyrði.

Tilnefningar verða kynntar á krummavefnum næstu daga. Fyrstu tilnefninguna fær Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir kynlífslýsingu í bókinni Blysfarir:

hann herðir

að geirvörtunum rústrauðum eins og hann sé skiptilykill,

nei, tveir skiptilyklar og hann snýr óhikað upp á

þær og það er sárt finnst mér sem snöggvast, þær eru

fastar á mér og hann er vélvirki.

 

hann kann svo margt um súbstansa, smurningu, fix

Krummafélagar eru beðnir um að koma með ábendingar um fleiri kynlífslýsingar sem verðskulda tilnefningu, sem og aðrir lesendur Hrafnasparks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband