21.12.2007 | 10:20
Veruleikafirring á Netinu
Þegar ég heyrði af því hjá vini mínum úr friðargæslunni að hryðjuverkamenn sem tækju menn í gíslingu flettu fórnarlömbum sínum upp á Netinu, þá ákvað ég að fletta upp sjálfum mér til að sjá hvað þeir fyndu. Og sló inn "Pétur Blöndal".
Þeir yrðu fljótir að koma mér fyrir kattarnef, held ég. Raunar virðist í þessum færslum gæta þess misskilnings að ég sitji á þingi, sem auðvitað er fjarri sanni. Ég er ótínd blaðamannsblók.
Á meðal þess sem ég fann var:
"Pétur Blöndal er einhver ómerkilegasta lýðskrumari sem náð hefur af öld Adolfs Hitlers inn á þá tuttugustu og fyrstu."
"Pétur Blöndal er hálfviti. Það er ekki til neinn veruleikafirrtari maður... Hver kýs svona örvita á þing?"
"... ég færi útaf í fyrstu beyju á 200 km hraða ef Pétur Blöndal væri með mér í bíl"
"Ég hef áður minst á vitleisinginn hann Pétur Blöndal. Ég held að þessi maður ætti nú sem fyrst að fara í ýtarlega geðransókn, því veruleikafyrringin hjá honum er alveg einstök."
Viðkomandi bætti raunar við í stórundalegri umfjöllun um menntamál: "... hann virðist alveg gleyma einu, ef allir fara nú að menta sig, hvað þá? Hverjir eiga þá að vinna hin hefðbundnu láglaunastörf?... Vil Pétur Blöndal að kínverji sem ekki kann íslensku beri út póstinn til hans?"
Fleiri ummæli eru á Netinu sem ég sé ekki ástæðu til að birta, jafnvel enn ósmekklegri en þau sem tilgreind eru hér að ofan.
Reyndar má líka lesa að umræddur Pétur Blöndal sé "heiðarlegur maður og hreinskiptinn" (passar), gæjalegasti þingmaðurinn (ég er ekki þingmaður!), hafi verið valinn "tík ársins" af vefritinu Tíkin.is (ha, ég? Takk! Vissi reyndar ekki af þessu, en er virkilega stoltur!) og að hann hitti oft naglann á höfuðið, hiki raunar ekki við að hamra fast á honum ef honum sýnist svo og sé alveg sama hvort flokkssystkinum sínum þyki þörf á barsmíðinni (humm...).
Eftir lesturinn held ég best sé að halda sig frá slóðum, þar sem fólk hefur tilhneigingu til að dubba mann upp í appelsínugulan galla.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.