Krummi á Stykkishólmi

Ég talaði áðan við téðan Braga Jósepsson, sem varð í undrandi í meira lagi þegar hann heyrði af því að Lestrarfélagið Krummi væri til. Hann hafði svolitlar áhyggjur af því að okkur litist ekki á þann félagsskap sem sækti fundi Lestrarfélagsins Krumma í bókinni, en ég fullvissaði hann um það að við litum svo á að það væri löngu tímabært að Lestrarfélagið Krummi fengi verðugan sess í heimsbókmenntunum og við fögnuðum því þessu framtaki hans.
 
Bragi býr hinsvegar á Stykkishólmi og er ekki á leið í bæinn alveg á næstunni. Hann er fús að koma á fund til okkar og ætlar að hringja á undan sér. Á fundinum á þriðjudag í næstu viku verða lesnir stuttir og valdir kaflar úr skáldsögu Braga, sem fjalla einmitt um fundi Lestrarfélagsins Krumma. Bókin kom út í kilju, er gefin út af bókaforlaginu Mostrarskeggi, sem er í eigu Braga, og fæst í bókaverslunum Pennans á 1.800 krónur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband