Hróður lestrarfélagsins Krumma fer víða

Ég veit ekki hversu vel menn lesa Morgunblaðið er þar stóð þetta um daginn:
 
"SÞH víkur að þeim þætti skáldsögunnar þar sem segir frá umræðu í Lestrarfélaginu Krumma þar sem verið er að ræða þá gagnrýni, sem Halldór Laxness hafði fengið fyrir fjórar af stóru skáldsögum sínum (Vefarann mikla, Sölku Völku, Sjálfstætt fólk og Heimsljós)."
 
Er ekki ástæða til þess að okkar góði formaður lesi bókina sem vitnað er í (Gáfnaljósið) og meti hvort ástæða sé til að fá höfundinn, Kormák Bragason (Braga Jósepsson) á okkar fund? Hann gæti þá rætt við okkur um hið forvitnilega viðfangsefni bókarinnar ("Gáfnaljósið er raunsæ og dramatísk spennusaga og er skrifuð að meginhluta til í hefðbundnum frásagnarstíl þar sem skyggnst er inn í hugarheim óvenju bráðþroska persónu, umbrot og árekstra kynþroskaskeiðsins, skyggnst inn fyrir þær lokuðu dyr sem sögupersónan lifir og hrærist í, þar sem gilda önnur lögmál, þar sem talað er annað tungumál, þar sem gildir öðruvísi siðferði en almennt er viðurkennt í hinu borgaralega samfélagi."), eða um barnahneigð almennt, en af umsögn um bókina að dæma er hún fyrirferðarmikil í verkinu.
 
arnim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband