Er að koma heimsendir?

Nú eru bíósýningar í borginni í algleymingi, alþjóðleg kvikmyndahátíð að hefjast og annarri að ljúka. Í tilefni af sýningu myndarinnar Inconvenient Truth, sem byggð er á samnefndri bók, ætlum við að fá til okkar Tómas Jóhannesson, sem nýlega flutti erindi á vísindaráðstefnu um efni þeirrar myndar. Hann ætlar að setja okkur inn í rökin með og á móti þessum kenningum Gores um yfirvofandi heimsendi. Og eflaust munu krummafélagar hlýða þögulir á.
Af því tilefni verður afsláttarsýning á myndinni fyrir krummafélaga fyrir krummafélaga í Sambíóunum klukkan 18.
Einnig ætlar Friðjón að halda erindi um orrustuna um Bandaríkin.
Loks býður Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík félagsmönnum Krumma afslátt á korti sem gildir á allar sýningar hátíðarinnar. Menn geta fengið passann á 4.500 krónur í stað 6.000. Þá þurfa þeir að melda sig til mín og geta síðan sótt passann á Thorvaldsen bar. Dagskráin er afar metnaðarfull eins og sést á blaðinu sem dreift var á öll um helgina. 
Á fundinum verður jafnframt kynnt dagskrá fram að áramótum, en stjórn krumma fundar í vikunni. Þar á meðal verða heimsóknir í forlögin og fyrirlestrar rithöfunda sem gefa út fyrir jólin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband