18.12.2007 | 13:33
Af upplestri og bingói
Þá er farið að líða á seinni hlutann í jólabókaflóðinu. Það er forvitnilegt að upplifa það frá rithöfundarhliðinni. Maður gægist inn um ókunnar gáttir og kynnist nýju fólki, gömlu fólki og nýju hefði Elías Mar sagt.
Ég las til dæmis í gær upp hjá Hrafnistu í Reykjavík. Að minnsta kosti tveir rosknir karlar urðu afar svekktir þegar þeir sáu mig ganga í salinn, ruku úr sætum sínum og kvörtuðu yfir því á leiðinni út að það hefði verið auglýst bingó.
Einhverjir sátu þó áfram. Þar á meðal var Gunnfríður Ása sem vann á bókasafninu á Seltjarnarnesi og tók mér nú ekki alltaf fagnandi þegar ég skilaði tuttugu bókum of seint í enn eitt skiptið. Það var ofvaxið hennar skilningi hvernig þetta gat komið ítrekað fyrir, ekki síst þar sem ég bjó hinum megin við götuna.
Svo var komið að ég sat aftast í þristinum þegar ég vissi að von gat verið á henni í vagninn að framanverðu. Og ef hún kom inn, þá stökk ég út að aftan.
Auðvitað átti hún ekki skilið þessa hegðun af mér, þessa mæta kona, sem var í kvenfélaginu á Nesinu. En mér var einfaldlega fyrirmunað að skila bókunum á réttum tíma. Kannski af því að bækurnar voru margar og það tók tíma að lesa þær. Nú er ég farinn að kaupa mér bækur frekar en að taka þær að láni á bókasöfnum. Það er einfaldlega ódýrara. Og svo er það ágæt afsökun.
Þarna var líka Unnur Ragna sem þekkti heimili langafa míns Benedikts Sveinssonar og langömmu Guðrúnar Pétursdóttur á Skólavörðustíg 11. Hún sagði að þau hefðu verið með fjórar beljur í garðinum. Ó, þær voru svo fallegar," sagði hún og bætti við með eftirsjá í röddinni: Slefið um allt og tungan." Hún var vinkona tvíburasystranna, Guðrúnar og Ólafar, ömmusystra minna.
Viltu endilega gera langafa þinn að kúabónda," spurði ættingi minn þegar ég bar þetta undir hann.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.