13.12.2007 | 19:57
Sköpunarsögur Péturs Blöndal, forseta lestrarfélagsins Krumma
Ástkæru Krummar,
Undir styrkri forystu forseta vor, Péturs Blöndal, höfum við Krummar komist í kynni við mörg af helstu skáldum landsins, sitið í návist þeirra, hlýtt á upplestur og spurt spjörunum úr. Í hópi Krumma eru hins vegar einnig hæfileikaskáld. Þótt undirritaður hafi verið fjarstaddur þá barst honum sú fregn til eyrna að Bjarni Bjarnason hefði sýnt einmitt það og sannað með upplestri sínum í Hegningarhúsinu um daginn.
Nú ber svo við að forseti lestrarfélagsins hefur í samstarfi við Kristinn Ingvarsson ljósmyndara sýnt í verki einstaka hæfileika sína og ritfærni með útgáfu viðtalsbókarinnar "Sköpunarsögur". Þar skrásetur hann vinnubrögð gagnmerkra höfunda með afar skemmtilegum og frumlegum hætti. Það hlýtur að vera okkur liðsmönnum forsetans mikið heiðursefni að Pétur Blöndal hafi með Sköpunarsögum sínum skráð sig með þessum hætti rækilega á spjöld íslenskrar bókmenntasögu með samverkamanni sínum Kristni Ingvarssyni, eins og meðfylgjandi ritdómar bera vitni um:
"Pétur nær inn að hjarta hvers og eins."
Sigmundur Ernir / Mannamál / Stöð 2
"Þetta eru frábærlega flottar myndir hjá Kristni, mörg alveg snilldarportrett... það sem kom gleðilega á óvart er hvað viðtöl Péturs eru efnismikil og ítarlega og vel unnin... það verður til bókmenntasaga 20. aldar."
Jón Yngvi Jóhannesson / Ísland í dag / Stöð 2
"Mikið óskaplega er þetta skemmtilegt! Frábærar ljósmyndir ... Konfektkassi sem endist fram á næsta ár."
Gerður Kristný / Mannamál / Stöð 2
"Best er að játa það strax: Ég las þessa bók með áfergju eins og um spennusögu væri að ræða... það vekur strax eftirtekt hversu vel hér er vandað til verks... prýdd sérlega góðum ljósmyndum Kristins Ingvarssonar..."
Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið
Það er einsýnt af þessu að Krummar þurfa ekki að leita langt yfir skammt að rithöfundi til að fræða okkur og skemmta við upplestur á næsta fundi lestrarfélagsins. Lengi lifi forseti vor, lengi lifi Pétur Blöndal!!
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.