6.12.2007 | 12:05
Höfundar skrifa um höfunda
Það er athyglisvert hversu margar af þeim bókum sem koma út þessa dagana fjalla um höfunda. Fyrir þá sem hafa gaman af bókum getur verið forvitnilegt að kynnast höfundinum betur, kynnast lífshlaupi hans, hugmyndum og vinnubrögðum, en vitanlega þarf maður ekki að vita nokkurn skapaðan hlut um höfund til þess að njóta þess sem hann skrifar. Of miklar upplýsingar um höfund geta jafnvel tekið frá höfundarverkinu þegar lesandinn reynir að sjá höfundinn og hans lífshlaup endalaust í ritverkinu.
Tvær af höfundabókunum eru auglýstar með vísun í ástamál höfunda; Davíð Stefánsson og Þórbergur Þórðarson. Sennilega eiga þessar auglýsingar að höfða betur til Séð og heyrt kynslóðarinnar. Pétur Blöndal (krummi) skellir fram viðtölum við 12 rithöfunda og ljóðskáld og nær að draga fram vinnubrögð, höfundareinkenni og sérstöðu hvers höfundar. Hjálmar Sveinsson skrifar um Elías Mar, sem er vanmetinn rithöfundur sem var í takt við fyrringu og tómlæti eftirstríðsáranna. Síðan eru einnig bækur um Sigfús Daðason, Halldór Laxness og Jónas Hallgrímsson.
Það er erfitt að átta sig á því hvað veldur þessum mikla áhuga höfunda að skrifa um höfunda þessi jólin. Það væri forvitnilegt að taka við þá viðtöl, líkt og Pétur gerir í bók sinni Sköpunarsögur, og reyna að átta sig á því hvers vegna allir þessir höfundar fengu þá hugmynd að skrifa bækur um höfunda jólin 2007.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.