28.4.2007 | 09:39
Lýðræðisæfing í Bútan
Skemmtilega einlægt er að lesa um lýðræðisþróun í Himalayaríkinu Bútan. Alráður konungurinn, sem markað hefur þá fallegu stefnu að í ríki hans skipti mestu máli að auka þjóðarhamingju frekar en þjóðarframleiðslu, hefur nú skipað þegnum sínum að stofna stjórnmálaflokka og undirbúa sig fyrir kosningar sem ráðgerðar eru á næsta ári.
Kongurinn gerir sér samt augljóslega grein fyrir að lýðræði krefst mikils af þegnum sínum og að því verður ekki komið á yfir nóttu. Til að undirbúa þjóðina fyrir lýðræði voru því haldnar æfingakosningar um síðustu helgi, það er ekki fyrr en á næsta ári sem kosið verður um raunveruleg málefni.
Það er fróðlegt að líta til baka í söguna, þegar lýðræði var fyrst reynt í Frakklandi 1789 tók það áratug þar til Napóleón var orðinn einráður þannig að fyrsta tilraunin gekk ekki sem best. Tíma tekur að breyta þjóðum, hvort sem það er í átt að lýðræði eins og sumar þjóðir standa frammi fyrir eða að auka umhverfisvitund. Tvö hundruð árum eftir fyrstu lýðræðistilraunina í Frakklandi var lýðræði snögglega komið á í Rússlandi, hjá þjóð sem aldrei hafði verið frjáls. Tæpum áratug síðar komst til valda maður sem er á góðri leið með að gerast einvaldur. Sagan vill endurtaka sig.
Lýðræði gerir kröfur til þjóðar og stjórnmálamanna sem þurfa að læra leikreglurnar - og gleyma þeim ekki. Miðað við sandkassaleikinn sem okkur hefur verið boðið upp á hér á landi undanfarnar vikur vona ég að Bútanbúar geri sér ekki ferð til Íslands til að reyna að læra lýðræði í framkvæmd. Aðrar þjóðir hafa náð lengra en við í þeim efnum.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.