18.4.2007 | 09:12
hættur
Ég er hættur bloggskrifum. Þetta hefur oftast verið mjög gaman, stundum pirrandi en alltaf fróðlegt. Stórmerkilegt tjáningarform.
Þetta er reyndar hárréttur tími til að hætta, því framundan verður ábyggilega óendanlega leiðinlegur tími í bloggheimum fram að kosningum þarsem allir verða með eitthvað "agenda" þegar þeir þykjast vera að fjalla hlutlaust um stjórnmál.
Það er kannski við hæfi að ég endi með að velta fyrir mér það sem mér finnst undarlegast í þessum kosningum enn sem komið er. Það er fylgisminnkun samfylkingarinnar. Öllu heldur fylgishrun. Ég skil hana ekki. Ég er enginn samfylkingarmaður en mér finnst mikið af sómafólki í þeim flokki. Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson, Össur Skarphéðinsson, Ágúst Ólafur tala allir af skynsemi og Ingibjörg Sólrún er einn frambærilegasti kvenleiðtogi sem fram hefur komið. Samt eru Vinstri Grænir ennþá með meira fylgi og ekkert virðist geta dregið Samfylkinguna upp?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er leiðinlegt, þegar menn hætta að tjá sig. Alveg sammála þér um að bloggið er mjög athyglisvert tjáningarform, þó mér hafi fundist það fremur undarlegt jafnvel hallærislegt til að byrja með. Það er því miður allt of lítið um það að menn hafi ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Þess vegna endar þetta oft í eins konar miðjumoði og stefnuleysi. Það er gott fólk í öllum flokkum. Þeir sem vinna næstu kosningar verða væntanlega þeir, sem hafa skýra stefnu og geta miðlað skoðunum sínum umbúðalaust til kjósandans. Svo einfalt er það.
Júlíus Valsson, 18.4.2007 kl. 11:36
það er skrýtið að hætta bloggskrifum þó aðrir skrifi leiðinlega. Það er val hvers um sig að lesa eða tjá sig um kosningarnar. Mér finnst nú allt í lagi þó þessir atvinnumenn í stjórnmálum eigi sviðið í nokkrar vikur fram að kosningum. það er bara fínt fyrir lýðræðið, ég skrifa bara um ljóð á meðan og eitthvað sem tengist ekki þjóðmálum. það er svo mikill kosningaskjálfti að fólk hugsar ekki skýrt.
En slakt gengi Samfylkingar er frekar skiljanlegt og ekki tengt þeim persónum sem þar eru við stjórnvölinn. Það hefur verið góðæri á Íslandi og uppgrip og flestir hafa fundið það sjálfir. Það er ekki ástæða til að skipta um stjórn ef allt gengur vel og fólk væntir þess að haldið sé áfram á sömu braut. Það er helst að fólk sé hrætt við að allt gangi of vel - það sé haldið of geyst áfram og kannski eigi að hemla smá - þess vegna er straumur til vinstri grænna en ekki Samfylkingar. Það er svo mikil velmegun á Íslandi að fólk hefur ráð á að spá í umhverfismál og þrengja hag sinn út af þeim.
En Síminn verður bara seldur einu sinni og Kárahnjúkar verða bara virkjaðir einu sinni.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.4.2007 kl. 14:05
Ekki hætta, Börkur, ekki hætta þú ert svoooo skemmtilegur!
Kolgrima, 18.4.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.