17.4.2007 | 23:23
Af skammbyssum og siðmenningu
Mikið er sorglegt að heyra um skólamorðin í Bandaríkjunum. Og ógnvænlegt að menn kaupi sér skammbyssur úti í búð eins og ekkert sé. Þetta voru engar kindabyssur. Walther P22 og Glock 9 mm ku vera dýr og nákvæm skotvopn sem eru meðal annars notuð af lögreglumönnum vestra.
Cho Seung-Hui hét pilturinn var 23 ára. Hann hafði skrifað leikrit í tímum og má lesa tvö þeirra hér. Leikritin eru engin skemmtilesning og ekki sérlega vel skrifuð heldur. Þau eru sögð gefa vísbendingu um að Cho hafi verið misnotaður kynferðislega.
Í báðum leikritunum segist skólapiltur að nafni John hafa verið misnotaður, í öðru af stjúpföður sínum og í hinu af kennara. Í báðum leikritum óskar persónan kvölurum sínum dauða, en í öðru þeirra, Richard McBeef , er hann drepinn af stjúpföður sínum með berum höndum.
Í framhaldi af þessum hörmungaratburði er talað um að herða eftirlit í skólum í Bandaríkjunum. En maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort ekki sé meiri ástæða til að herða löggjöf um byssueign. Það eina sem hamlaði Cho var að hann þurfti að bíða í 30 daga eftir að hafa keypt aðra skammbyssuna þar til hann gat fest kaup á hinni.
Til hvers eiga menn í siðmenntuðu þjóðfélagi skammbyssur?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þetta er lögverndaður réttur þinn í USA að eiga skotvopn og mættu fleiri lönd taka það sér til fyrirmyndar.Það heitir frelsi. Ekki frelsi til að drepa fólk eins og ég heyri þig hugsa heldur frelsi frá afskiptum forsjárhyggjusjúkra pólitíkusa.
Ef banna ætti það mætti eins banna bíla sem komast hraðar en níutíu, stóra hnífa (þú hefur ekkert við þá að gera), áfengi, sígarettur og bara allt sem hægt er að misnota.
Svona er það nú bara kallinn minn, frelsi kostar. Og hvað menn hafi að gera við skammbyssur kemur bara engum við nema þeim sjálfum þar til (og ef) þeir fara að misnota þær. Þá er það orðið saknæmt.
Getur tékkað á því sjálfur að allir ofannefndir hlutir hafa valdið miklu fleirri dauðsföllum en byssur.
Til hvers eiga menn í siðmenntuðum þjóðfélögum mótorhjól?
Vandinn liggur bara einfaldlega ekki í auðveldu aðgengi að byssum heldur er eitthvað að einstakling sem myrðir og það gera menn með öðrum verkfærum í miklu meiri mæli.
Svo mætti spyrja sig: Ef hinir nemendurnir hefðu verið vopnaðir, hefðu þeir þá ekki stoppað hann strax?
Kv
Örn Johnson, Byssusmiður
Örn Johnson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:26
Nei sko, leynist ekki sjaldséður skoðanabróðir National Rifle Association hér á Íslandi. Ekki ætla ég að mótmæla þessum skoðunum, flestar þeirra eru líklega réttar á sinn hátt en eru bara fleiri hliðar eru á málinu.
Hægt er að nálgast spurninguna um rétt til skotvopna annað hvort frá heimspekilegum kenningum um frelsi einstaklingsins til að verja sig og þá hljómar NRA bullið nokkuð vel. Ef hins vegar er bara horft á raunverulega reynsla þjóða heimsins er af mismunandi reglum um skotvopn er hins vegar ljóst að slíkt glapræði hefur leitt til einhverrar hæstu tíðni morða á vesturlöndum, í réttu hlutfalli við losarabrag á skotvopnum.
Já, umferðin veldur sannarlega mun fleiri dauðsföllum hér á landi en byssur, einmitt meðal annars vegna þess að hér er blessunarlega mjög ströng lög varðandi byssueign. Mín vegna mætti einnig herða löggjöfina um umferðina frekar en að slaka á byssulögjöf.
Hjalti Már Björnsson, 19.4.2007 kl. 10:17
Heimspeki er bull fyrir fólk sem getur ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir og kemur málið ekkert við.
Spurningin er ósköp einföld: Viltu lifa í ótta við allt og alla eða viltu frelsi með tilheyrandi fórnum.
Ég vel frelsið.
Örn Johnson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:03
Þarf maður byssu til að vera frjáls?
Hjalti Már Björnsson, 19.4.2007 kl. 19:44
Nei, þú þarft ekki byssu til að vera frjáls. En þú átt ekki að þurfa að byðja einhvern bjúrókrata (sem væntanlega á að hafa vit fyrir þér)um leyfi til þess að eiga byssu.
Í rauninn þarf maður ekkert til að vera frjáls, en ef að þú vilt eiga byssu þá kemur mér það ekkert við nema þú skaðir aðra.
Kv.
Örn Johnson
Örn Johnson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:44
En ef þú vilt eiga skriðdreka eða atómbombu?
Pétur Blöndal, 20.4.2007 kl. 23:44
Pétur, ef þú hefðir eitthvað vit á skotvopnum annað en vitleysuna úr bíómyndum þá myndirðu sjá að þetta er ekki sambærilegt og eru bara dæmigerð forsjárhyggjuhillaryclinton rök.
Svona nokkuð eins og í Virginíu er alveg með ólíkindum að hafi getað gerst þe fjöldinn á fórnarlömbunum. Að hitta með skammbyssu er ekki eins auðvelt og í bíómyndunum og til dæmis hæfa aðeins örfá prósent af skotum lögreglumanna það sem þau áttu að hitta. Þó eru þeir þjálfaðir. Skammbyssa er miklu meira bara ógn heldur en vopn.
Ef að ég ætlaði að fremja svona glæp myndi ég miklu frekar nota gömlu haglabyssuna og ná miklu meiri "árangri", þó ljótt sé að orða þetta þannig.
Það sem var að þarna var að sá asíski vissi að allir væru varnarlausir og þessvegna gat hann gengið um í rólegheitum og myrt fólkið.
En eins og ég segi, þá vilja sumir bara hringja í 911 og verða settir á hold en aðrir vilja treysta á sjálfan sig, fer bara eftir manngerð. Og þó að allar byssur verði bannaðar þá fara glæpamenn bara ekkert eftir þeim lögum og þá verður leikurinn heldur ójafn.
Kv
Örn Johnson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 11:22
Ég er nú þeirrar skoðunar að Hillary sé með framsýnni stjórnmálamönnum vestra. En ég botna ekkert í þessum málflutningi þínum.
Ertu sem sagt að mælast til þess að tekin verði upp vopnuð öryggisvarsla við skóla, stofnanir og aðra staði þar sem fólk kemur saman? Eða ertu að mælast til þess að fólk mæti vopnað í vinnuna og skólakrakkar séu vopnaðir í tímum?
Pétur Blöndal, 21.4.2007 kl. 11:50
Pétur er tvímælalaust klárari en Örn
Kolgrima, 21.4.2007 kl. 18:13
Hvorugt eða
bæði, veit ekki.
Hitt er annað mál, glæpamenn fara ekki að lögum svo að bann á skammbyssum gerir þeim bara auðveldara fyrir vitandi að heiðarlegt fólk er óvopnað. Byssur hverfa ekkert þó að þær verði bannaðar menn útvega sér þær þá bara eftir öðrum leiðum.
Ég hef búið í Ameríku og þekki það MJÖG vel hve auðvelt er að redda byssum fram hjá instacheck systeminu.
Svo spurningin er kannski þessi: Viltu að vondu kallarnir hafi bara byssur eða viltu jafna leikinn?
Kv
Örn Johnson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.