17.4.2007 | 00:00
Krumminn kominn í leitirnar
Eftir nokkurt hlé krúnkar krummi aftur á Hrafnasparki. Þannig er nefnilega mál með vexti að krummi Lestrarfélagsins hefur verið týndur og tröllum gefinn á síðustu fundum.
Gekk það svo langt að á síðasta fundi urðu gestir að stilla sér upp með bókina Þá flaug Hrafninn, sem krumminn Breki Karlsson hafði fest kaup á og gefið félaginu.
Uppstoppaður hrafninn kom í ljós þegar mokað var drasli úr skottinu á bílnum mínum, en þar hafði hann legið grafinn í poka í tvo mánuði.
Ég hef ekki þorað að opna pokann til að athuga um líðan hans eða geðslag. Var hann skapstirður fyrir.
Ýmislegt fleira kom í leitirnar, svo sem vettlingur af Erni Óskari, myglað sunddót, brotin Wang-fartölva með innbyggðum prentara frá byrjun tíunda áratugarins og barnavagn.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Uss, ég hef lengi haft áhyggjur af aðbúnaði Krummans. Við þurfum að smíða veglegan kassa utan um heiðursfuglinn við tækifæri.
Hjalti Már Björnsson, 17.4.2007 kl. 12:14
FANNSTU barnavagn í skottinu? Jæja, verra hefði það getað verið; bækur af bókasafninu frá því árið fyrir hitteðfyrra, myndirnar á leigunni sem Intrum er alltaf að rukka þig um og þú þrættir fyrir að hafa nokkurn tíma tekið en mestu skiptir að Krummi er kominn í leitirnar - vonandi heill á húfi. Ég krossa fingur þangað til þú þorir að G'A
Kolgrima, 17.4.2007 kl. 13:12
Allt oní þessum eina poka?
hke (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:20
Ég get hins vegar greint frá því að ég átti góðan gönguspöl um helgina og gekk meðal annars um Laugarnesið og liggur þá leiðin um fjöruna milli sjávar og laups Hrafns Gunnlaugssonar. Sé ég þá að Hrafn hefur alið hrafn, þannig að svartur krumminn situr á priki í fjörunni all manngæfur og lét sér ekki bregða þótt ég kæmi þar alveg upp að. Einnig voru þar gæsir all spakar og flokkur úandi æðarfugls. Var þetta göldrum líkast en ekki lagði ég í að kalla á seiðmanninn sjálfan enda sá sjálfsagt önnum kafinn við dýrkun lasta í þartilgerðu bæli.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.