14.4.2007 | 20:29
Dýrsleg hegðun
Í nýjasta tölublaði Lifandi vísinda er afar áhugaverð grein um gjörbreytta hegðun fíla. Í kjöflar dráps dýra og margs konar hryllings sem fílahjarðir hafa orðið fyrir í uppvextinum hefur skort lífsreyndari fyrirmyndir í uppeldinu. Afleiðingin hefur verið að ofbeldi hefur aukist stórlega hjá fílunum, árásir á menn, aðra fíla og nashyrninga. Meira að segja hefur sést til hjarða af ungum fílum nauðga nashyrningum.
Við þessu er nú verið að bregðast með því að flytja eldri einstaklinga og setja inn í hjarðir ungfíla, þannig hefur tekist að minnka árásagirnina verulega. New York Times fjallaði einnig um þessar rannsóknir á fílum síðasta haust og þeir bentu á ítarlega samsvörun í ofbeldishegðun ungs fólks. í ljósi frétta síðustu daga af ofbeldi unglingsstúlkna er freistandi að velta fyrir sér þessum tengslum. Í NYT greinni voru einnig rakin nánar flókin fjölskyldutengsl fílanna þar sem ömmurnar gegna mjög veigamiklu hlutverki, nokkuð sem ekki sést mikið af á Íslandi árið 2007 en væri etv ekkert verra en margt annað.
Önnur aðeins skemmtilegri hlið á hegðun fíla sem ég rakst nýlega á eru drykkjusögur. Í suðurhluta Afríku vex Marula tréð, hvers ávöxtur notaður er til að framleiða Amarula rjómalíkjörinn. Trén er ekki hægt að rækta og því er allur ávöxturinn tíndur af trjánum fyrir áfengisframleiðsluna. Mennirnir eru hins vegar ekki þeir einu sem finna á sér af Amarula, þegar ávextirnir eru farnir að ofþroskast eftir að hafa fallið af trjánum verða þeir þræláfengir sem virðist leiða til allsherjar drykkjusamkomu hjá dýrum svæðisins. Stutt en spaugilegt myndband af áhrifunum hér.
Drykkjuvandamál geta því sannarlega verið til staðar víðar en hjá mönnum.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
frábær grein
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.4.2007 kl. 00:03
fílar eru í uppáhaldi hjá mér- mjög merkileg dýr sem tala saman, við bara heyrum ekki í þeim
halkatla, 17.4.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.