5.4.2007 | 11:02
atvinnulífið þarf útlendinga
Á sunnudaginn birtist heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu frá Frjálslynda flokknum þarsem yfirskriftin var "Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls?" Ekkert í textanum var hægt að tengja við kynþáttahatur en samt hefur auglýsingin vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og fylgismenn Frjálslyndra verið sakaðir um rasisma. Ég tel rangt að bregðast svona harkalega við spurningum af þessu tagi. Svo ég vitni til orða Hildar Dungal, forstjóra Útlendingaeftirlitsins, er hún var í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir nokkrum vikum síðan, þá gera "ásakanir um rasisma illt verra".
Það er fullt af fólki sem er hugsi yfir þeim breytingum sem hafa orðið á þjóðfélaginu og ef það er stimplað sem rasistar fyrir þær hugsanir er líklegra að öfgamenn sem eiga þann stimpil skilinn njóti óverðskuldaðrar samúðar og fái jafnvel atkvæði frá hugsandi fólki. Nær væri að mæta slíkum spurningum með rökum.
Það er ekkert sem bendir til þess að Ísland þurfi að sitja uppi með svipuð vandamál og sum nágrannaríkin hafa glímt við. Þar skiptir mestu að þótt í fyrirsögninni frá Frjálslyndum sé gefið í skyn að vandamálin hafi komið upp vegna óhindraðs innflutnings vinnuafls, þá er það ekki rétt. Orsök mestu vandræða nágrannaríkjanna hefur verið lítt heftur innflutningur á flóttamönnum.
Íslenska útlendingasamfélagið er byggt upp á allt annan hátt þarsem hingað hefur nær eingöngu komið heilbrigt fólk til að vinna. Það er einstakt og einmitt þessvegna hefur útlendingunum gengið svo vel að virka innan samfélagsins. Þá starfar Útlendingastofnun náið með sambærilegum stofnunum annars staðar á Norðurlöndunum og víðar, þannig að mistökin sem þau gerðu verða ekki gerð hér. Ekki má gleyma því að áður en opnað var fyrir aðgang Evrópuríkja að vinnumarkaðinum þá streymdu þeir hingað hvort eð er í gegnum allskonar verktaka- og þjónustusamninga sem voru undir litlu sem engu eftirliti. Það var alvarlegt mál sem var tekið á í fyrra með því að fella niður aðlögunarákvæðið. Fyrir vikið kom þetta fólk uppá yfirborðið og eftirlitið með straumnum er mun betra.
Ef litið er á þetta út frá mannúðarsjónarmiðum þá er þetta besti stuðningur við fátækari ríki sem hægt er að veita. Að gefa þeim tækifæri til að vinna og senda peninginn heim. Ef litið er á þetta út frá eiginhagsmunum þá þarf þjóðfélagið á þessu vinnuafli að halda. Atvinnulífið myndi finna leið til að fá þetta erlenda vinnuafl til landsins með einum eða öðrum hætti.
pistillinn birtist einnig í Viðskiptablaðinu í gær
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þessu til viðbótar myndi ég vilja benda á pistil Tatjönu Latinovic í Fréttablaðinu í gær sem mér fannst vel skrifaður þarsem bent var á fræga ræðu Slobodon Milosevic sem markaði upphaf ógnar þjóðernisstefnunnar í Serbíu sem leiddi til dauða mörg hundruð þúsund manna.
En þeir sem hafa lesið þá ræðu eiga erfitt með að botna í því hvernig þessi sakleysislega og í raun klisjukennda ræða um bræðralag á að hafa markað upphafið. En það var ein setning sem Milosevic sagði í raun eftir ræðuna við múginn þarsem hann var að reyna að troðast nær Slobodan sem var: "það má enginn berja ykkur!" sem olli öllu umrótinu. Hann endurtók hana nokkrum sinnum til Serba sem sagðist hafa verið laminn af að ég hélt Albana (hún segir lögreglu sem gæti verið rétt hjá henni). Fjölmiðlarnir endurtóku hana mörg þúsund sinnum, aftur og aftur og hún varð að einhverskonar herópi til þjóðerniskenndarinnar í Serbum um að koma í veg fyrir að Serbar yrðu barðir af öðrum þjóðarbrotum og slógu því fyrst með afleiðingum sem allir þekkja.
Börkur Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 11:35
Það er rétt að ekkert er í auglýsingu Frjálslynda flokksins sem kalla má kynþáttahatur. Hins vegar er, hjá þeim og öðrum, farið að bera meira á ýmsum alhæfingum varðandi útlendinga á Íslandi, "útlendingar vinna á strípuðum töxtum", "útlendingar bera berkla til landsins", "útlendingar búa í hópum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði", "litháar eru afkastamiklir eiturlyfjasalar", "útlendingar leggja sig ekki fram við að aðlagast samfélaginu", o.s.frv. Eins er maður farinn að taka eftir hlutum eins og að í frétt af líkamsárás í miðbæ er tekið fram að "[árásar]maðurinn talaði útlensku". Hver yrðu viðbrögð Akureyringa ef sífellt væri tekið fram að "árásarmaðurinn talaði með norðlenskum hreim og er væntanlega af Akureyrskum uppruna" þegar slíkt væri tilfellið í Reykjavík en uppruni annarra væri aldrei tilgreindur? Allt eru þetta hættumerki sem í versta falli geta leitt til almennrar útlendingahræðslu og einangrunar útlendinga í samfélaginu. Mér er minnistætt viðtal við pólitískan flóttamann sem fékk hæli í Danmörku á áttunda áratug síðustu aldar. Sagðist hann hafa mætt þar mikilli almennri velvild innfæddra í bland við svolitla forvitni. Eftir 25 ára búsetu í landinu fór hann skyndilega að upplifa það að fólk hrækti á hann úti á götu, í takt við aukna umræðu í þjóðfélaginu um "útlendingavandamál".
Kristján Leósson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:23
Finnst þér ekki lítilsvirðandi, Börkur, að kalla þá sem hingað koma: innflutning erlends vinnuafls? Hvað myndu Húsvíkingar segja ef um þá yrði sagt: húsvískt vinnuafl flutt til höfuðborgarsvæðisins? Eða Akureyringar ef talað væri um að of mikið álag stafaði af ótakmörkuðum innflutningi akureysks vinnuafls á höfuðborgarsvæðið? Eða að Austfirðingar lækkuðu laun ákveðinna stétta fyrir sunnan og dæmi tekið, sem væri alveg jafnmikið út í Hróa hött og þetta sem birt var í auglýsingunni?
Kynþáttahatur er varla um að ræða, því fólkið sem Frjálslyndir eiga von á hingað til lands, er frá EES svæðinu, mestan part frá hinum berkasýktu Austur Evrópu og þar eru flestir af sama kynþætti og við. Málið snýst frekar um að sýna útlendingum óvirðingu og er það ekki óvirðing að tala alltaf um fólk sem vinnuafl?
Kolgrima, 6.4.2007 kl. 14:53
áhugaverður punktur hjá þér kristján, eiginlega alveg frábær. hann er svolítið tengdur því sem tatjana var að tala um. þegar allt í einu er farið að nota orð einsog vandamál og útlendinga í sömu setningunni aftur og aftur, þá fer fólk að tengja þessi orð saman.
rétt einsog talið er eitt af almannatengsla klúðrum sögunnar, þegar nixon sagði i´m not a crook, í stað þess að segja i´m a great guy eða i´m beautiful eða i´m innocent. ekki tengja vöruna við slæm orð.
þessvegna er hugsanlega eina leiðin fyrir rasista í nútímaþjóðfélagi þarsem fólk er þokkalega upplýst og það kaupir ekki alveg hvað sem er að bara starta umræðu þarsem er sífellt verið að tengja orð einsog vandamál við orð einsog útlendinga? ég veit það ekki?
kolgríma, varðandi lítilsvirðandi orðanotkun, þá skil ég hvað þú ert að fara en á sjálfur oft í vandræðum með að velja rétta orðanotkun, þannig að ég hef smá samúð með þeim þar. ég lendi oft í því þegar ég er að skrifa greinar að vita ekki alveg hvað ég má skrifa til að segja lesendum frá því að manneskjan hafi svartan húðlit. því stundum skiptir það máli. til dæmis er það að einhver jón jónsson hafi orðið bæjarstjóri á kópaskeri miklu meiri frétt ef hann hefði svartan húðlit heldur en ef hann hefði hvítan, en í political correctness þjóðfélagi sem við lifum í er það nánast orðið rasismi ef maður segði frá því hvaða húðlit hann hefði. en ef maður segir frá því, þá er maður að segja rosalega baráttusögu, í því er meka sigur, stórkostleg frétt, á meðan það væri ekki frétt þótt hvítur jón jónsson yrði bæjarstjóri á einhverju krummaskuði.
við lentum í umræðum um þetta á viðskiptablaðinu þegar við fjölluðum um oprah winfrey undir dálknum kapítalistinn, þarsem fyrirsögnin var ríkasti blökkumaður 20. aldarinnar. vandræðin fólust í því hvort ætti að kalla hana: svertingja, blökkumann, litaðan mann eða bara ekki fjalla um það hvaða húðlit hún hefði? ég veit það ekki, þetta er vinnuafl, það er ljóst. vinnuaflið er oft leitað uppi og þegar það er búið að finna það erlendis þá er aðstoðað við að flytja það inn. ergo innflutt vinnuafl. en samt er það eitthvað hrikalegt við það að nota hvorugkyns orð um fólk og hárrétt hjá þér að hugsanlega er þetta bara fucked up leið til að tala um útlendinga einsog vörur? eða æxli á góðkynja líkama?
en er ekki útlendingur líka eitthvað slæmt orð? þá erum við komin að spurningunni, hvenær er maður að kalla hlutina réttum nöfnum og hvenær er maður að ýta undir fordóma, fantaskap, morð, nauðganir og drullusokka hegðun?
Börkur Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 15:28
Kolgrima, 6.4.2007 kl. 15:36
by the way, þá fyrir einhver tölvumistök birtist krummi undir greininni en það var ég sem skrifaði hana. ég er hrikalega slæmur í þessum tölvumálum og veit ekki hverju ég klúðraði en ég get ekki fundið hana aftur í stjórnborðinu til að skrifa nafnið mitt undir hana. en það er vonandi ljóst, enda sagt frá viðskiptablaðinu og ég starta fyrstu færsluna á því að segja þessu til viðbótar....
Börkur Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 15:37
Hver er þá Krummi?
Kolgrima, 6.4.2007 kl. 15:41
Alla vega ekki ég, svo mikið er víst.
Hildigunnur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:11
Já góðar athugasemdir! Hvaða vandamál erum við að tala um?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.