3.4.2007 | 23:57
Botnlaus áfergja í niðurlægingu og viðbjóð
Í áhugaverðu Kastljósviðtali Evu Maríu Jónsdóttur við Ágústu Evu Erlendsdóttur fellir sú síðarnefnda Silvíu Nætur-grímuna. Hún lýsir því hvernig fjölmiðlar, innlendir sem erlendir, virtust hafa endalausa lyst á viðbjóði og niðurlægingu Silvíu Nætur.
Silvíu Nætur ævintýrið er einstakt í sinni röð hérlendis og mér liggur við að segja á heimsvísu. Ágústa Eva og félagar unnu mikið þrekvirki. Markmið þeirra var að benda á ýmsa vonda og ógeðslega hluti í samtíma okkar og það tókst þeim. Meðal þessara hluta er hversu langt fjölmiðlar eru frá því að endurspegla veruleikann. Einungis það að skáldaðar persónur á borð við Borat og Silvía Nótt séu án frekari útskýringa viðföng fréttafólks er í rauninni ótrúlegt. Ekki síður að sögur sem augljóslega eru heilaspuni séu á síðum blaðana innan um fréttir sem maður á að taka trúanlegar. Dæmi um þetta eru til dæmis fréttir af fræga fólkinu, sem allt reynt fjölmiðlafólk veit að er að stærstum hluta rakalaus þvættingur. (það væri áhugavert að sjá hvað gerðist ef fréttaflutningur af íþróttum væri með þessum hætti)
Fjölmiðlar hafa fetað ýmsar slóðir í viðleitni sinni til að halda lífi. Þeir blanda saman auglýsingaefni og ritstjórnarefni, þeir gerast málsvarar hagsmunaaðila og þeir birta efni sem er mestan part skáldskapur eins og það væri sannleikur. Þessar slóðir eru helslóðir. Fréttaflutning má ekki menga með bulli. Fólk er ekki fífl. Fólk er skynsamt og mun til lengri tíma hætta að virða fjölmiðla sem þekkja ekki muninn á nytsömum alvöru upplýsingum og bulli.
Pistillinn birtist einnig á hrafnaspark.blog.is
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2007 kl. 00:50 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Fréttir eru 99% afþreying. Þær fréttir sem virkilega þurfa að berast, berast. Við breytumst umsvifalaust í fréttamenn sjálf, ef eitthvað fréttnæmt, t.d. dauðsfall í fjölskyldunni, vinur vinnur í Lottó, gerist. Á þessari stofngerð þrífast fréttamiðlar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.