2.4.2007 | 18:39
Konan með svörin
Í Silfri Egils í gær var Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sem mér hefur lengi þótt ein snjallasta manneskja landsins.
Það var kostulegt að sjá hversu smáar stjórnmálakonurnar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Kristrún Heimisdóttir urðu þegar Margrét Pála byrjaði að tala.
Margrét Pála benti á þá staðreynd að 57% íslenskra kvenna á vinnumarkaði ynnu hjá hinu opinbera, en 22% karla. Karlarnir, segir Margrét Pála, eru búnir að stofna ehf, kaupa sér gröfu eða stofna fyrirtæki um eitthvað og eru að njóta frelsisins og fjárhagslega ávinningsins sem felst í því að vinna sjálfstætt. Á meðan eru konurnar að vinna innan hins þrönga ramma opinbera rekstrarins þar sem allt er skorið við nögl og svigrúmið til framfara er sama sem ekkert.
Þarna liggja svörin. Margrét Pála er sjálf búin að prófa að brjóta sér leið út úr þessum opinbera ramma og hún veit nákvæmlega hvað það þýðir að komast út. Frelsið sem hún bjó sér til er nú frelsi 900 barna sem ganga í skóla hjá henni og ég hef ekki hitt neinn ennþá sem er ekki svífandi um í sælu yfir þjónustunni sem börn og foreldrar fá í hennar fyrirtæki.
Kristrún og Guðfríður Lilja sátu hljóðar undir orðum Margrétar Pálu. Þær buðu ekki upp á nein svör.
Það sorglega er að á meðan nánast öruggt er að annað hvort Kristrún eða Guðfríður Lilja verða við landstjórnina eftir kosningar, en jafnöruggt að Margrét Pála verður það ekki. Og kreddurnar sem þær standa fyrir verða í fyrirrúmi og konurnar, sem Margrét Pála skilgreinir sem vinnukonur opinbera geirans verða í jafn vonlausri stöðu áfram, sennilega bara enn vonlausari.
Karl Pétur Jónsson
Einnig birt á logmalid.blog.is
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þetta með þér
Ævar (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:53
Ég er sammála þér um snilld Margrétar Pálu og var einfaldlega gáttaður á því hvernig viskan flæddi úr henni, en held þó að þær Lilja, Þorgerður og Kristrún eigi líka heilmikið inni. Þær hittu einfaldlega allar fyrir ofjarl sinn.
Hrannar Baldursson, 2.4.2007 kl. 19:11
þú hefur greinilega ekki lesið bloggið hennar Guðfríðar Lilju, annars myndirðu ekki tala svona um hana. Hún er góð kona og mun verða skínandi landsstjórnandi! Hallærislegur pistill bara, en ég er sammála þér um Margréti Pálu, hún var að segja satt en þótt hinar hafi þagað meðan hún talaði í stað þess að rífa hana ó sig, þá eru þær ekkert endilega ósammála.
halkatla, 2.4.2007 kl. 19:24
Auðvitað var Margrét Pála stjarna þáttarins og sló jafnvel Zizka við. Auðvitað er pistillinn þinn líka bæði flottur og með hárréttar athugasemdir - ekki samt efast um að þú munt fáar þakkir fá fyrir, hvað þá Margrét Pála, enda hafa hárréttar athugasemdir einsog hennar Margrétar Pálu sjaldan verið vinsælar ef þær eru á skjön við pólitíska rétthugsun.
Þó mun hún sleppa betur en þú enda er hún kvenmaður og þessvegna meira töff þegar hún kemur skynseminni á framfæri. Þú munt aðeins uppskera athugasemdir einsog hallærislegur, fáránlegt, asnalegt og hvað annað frumlegt sem lagt er til málefnalegrar umræðu á blogginu.
Börkur Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 23:13
Það sem Margrét Pála hafði fram að færa var ákaflega merkilegt. Hún sagði það sem margir hafa sagt en ekki getað án þess að vera uppnefndir frjálshyggjumenn. Enginn kallar hana frjálshyggjumann sem gerir það vonandi að verkum að forsjárhyggjumenn öðlast meiri skilning á gildi einkaframtaksins. Frábærar athugasemdir hjá þér Karl. Ég er viss um að Guðfríður Lilja er frábær kona, en það sem skilur á milli er að Margrét hefur innsæi sem Guðríður hefur ekki, né Krstrún Heimisdóttir og allir þeir sem hanga á þeirri útjöskuðu hugmynd að ríkið eigi að vasast í öllu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.4.2007 kl. 23:41
Heilmikið til í þessu hjá þér. Við vorum einmitt að ræða þetta hjónin og konan hélt þessu sama fram og þú segir hér í pistlinum.
Ragnar Bjarnason, 2.4.2007 kl. 23:53
Magga Pála er hetja. Mikið rosalega er ég þakklátur fyrir þá braut sem hún hefur rutt í menntamálum á Íslandi.
Hallastefnu Margrétar Pálu er stefnt gegn einsleitni, það byggir á uppgötvunarnámi með enga stundaskrá, engar frímínútur, enga töflukennslu eða skólabækur, ekkert heimanám og engin eyðufyllingarverkefni. Samt er meirihluti sex ára barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar orðinn læs fyrir jól.
Eins og hún bendir á þá er eingin ein stór lausn sem á að vera í gangi í menntamálum. Börn og fólk almennt er jafn misjafnt og það er margt. Við þurfum fjölbreytni í menntun.
Jón Þór Ólafsson, 3.4.2007 kl. 02:05
Margrét Pála Ólafsdóttir er soldið eins og Gunnar í krossinum,hún veit mikið um lítið.Hjallastefnan er alls ekki gallalaus,það eru margir sem hafa ekki geta unnið með hana.
dodds (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 11:10
Auðvitað er Margrét Pála ekki gallalaus frekar en nokkur annar. Hún hefur hins vegar komið fram með margar frábærar nýjar hugmyndir í skólamálum en því miður hafa þær ekki náð inn fyrir hina hörðu afturhaldsskel vinstri aflanna. Þessi vinkill með kvenfrelsi ætti aftur á móti að gera það því vinstri flokkarnir hafa viljað slá eign sinni á þann málaflokk.
Ég hef hlustað á marga fyrirlestra Margrétar Pálu og alltaf fundist hún tala af viti á þessum fyrirlestrum hafa oftar en ekki þessar ágætu vinstri og jafnaðarkonur verið líka og þær taka svo sem undir með henni. Þær vilja bara alls ekki að ríkið sleppi sinni köldu krumlu af málaflokknum.
Því verður mjög spennandi að sjá hvort þær taki ekki fegins hendi þessari útgönguleið sem Margrét bendir þeim á.
Þóra Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 11:46
Bíddu, afhverju áttu Guðfríður Lilja og Kristrún að vera að trana sér fram og tala þegar Margrét Pála hafði óumdeilanlega mikið fram að færa? ER það einhver skylda stjórnmálamanna að tala gott fólk í kaf? Ég er stolt af þessum konum að þær hafi setið hljóðar og hlustað þegar við á, þannig fólk þurfum við í landsstjórnina.
Guðrún Helgadóttir, 3.4.2007 kl. 11:54
Þær sátu hljóðar, en voru þær að hlusta? Hvernig meðhöndluðu flokksmenn þeirra einkarekstur í menntakerfi Reykjavíkur í stjórnartíð R-listans?
Karl Pétur Jónsson, 3.4.2007 kl. 13:18
Ég er þér alveg hjartanlega sammála um að Margrét Pála er snjöll kona. Hún hefur gerbreytt stefnum margra leikskóla og rekur frábæran grunnskóla. En varðandi skoðun þína á Guðfríði Lilju og Kristrúnu sem og að frjálshyggjan sé hið eina rétta. Ég skil vel að foreldrar þessara 900 barna séu svífandi yfir þjónustunni enda mega þeir vel við una. Samkvæmt gjaldskrá Hjalla vegna barna í grunnskóla kostar kennslugjald pr. 9,5 mánuði kr. 16.000,- , hádegisverður kr. 6.600,- (sem allir greiða), morgunhressing og ávextir kr. 1.650,- (sem allir greiða) og ef barnið þarf að fá nónhressingu þá kostar hún kr. 2.200,-. Verð á kennslugjaldi miðast við nemendur sem búa utan Garðarbæjar. Verð á mat reikna ég sem verð pr. mánuð í 9,5 mánuði sem verðið á kennslugjaldi miðast við. Samanlagt gerir þetta kr. 99.275,- pr. barn! Þá skulum við ræða jöfnuð milli barnafjölskyldna sem gjarnan vildu að börnin þeirra nytu jafngóðrar þjónustu og þessir einstaklingar njóta. Erum við þá ekki farin að tala um Ameríska módelið sem fæstir vilja sjá. Þarna er fjárhagur foreldra að skilja á milli. Vinstri græn vilja efla almenna menntakerfið og skapa jöfnuð á þjónustu og gæðum fyrir alla ekki bara suma!
Sigurlaug B. Gröndal, 3.4.2007 kl. 16:34
Hún Margrét Pála er kvenskörungur. Ég hef verið svo heppin að hlusta tvisvar á fyrirlestra hjá henni og hrifist mikið. Hinar tvær eru bara ekki með skoðanir sem mér líka, þannig að ég var voða sátt að MP fengi að tala mikið.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 16:47
Margrét Pála er vissulega kvenskörungur og góð í að tjá sig. Guðfríður Lilja hafði hins vegar fína hluti til málanna að leggja, eins og það að fínt væri að opna fyrir strauma og stefnur innan menntakerfisins... en að innheimta skólagjöld býður upp á mismunun.
Kíktu á grein sem kemur með konkret dæmi frá Ameríkunni einkavæddu gegn þeirri kenningu Möggu Pálu að konur muni frelsast ef skólar eru einkavæddir hér.
MEIRA MISRÉTTI Í EINKAVÆDDRI ALMANNAÞJÓNUSTU
Fjölbreytni er góð - skólagjöld er mismunun. Að mínu mati er það ekkert nema jákvætt að hafa fjölbreytni innan skólakerfisins og ég fagna fólki sem vill koma í framkvæmd mismunandi stefnum og straumum sem foreldrar geta þá valið um. Það þarf ekki að þýða skólagjöld samt og það er í anda okkar Vinstri grænna að tryggja jafnan aðgang í grunnþjónunstu, þar með talið í menntakerfinu. Hugmyndafræðilegt frelsi getur vel þrifist jafnhliða því að þjónustan sé fjármögnuð með almannafé og tryggi jafnrétti og jafnan aðgang að mismunandi stefnum innan skólakerfisins. Það sem þarf hins vegar nauðsynlega að gera er að meta störf vinnukvennanna að verðleikum, hækka laun kennara - það er hið eina rétta.
Andrea J. Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.