7.6.2006 | 23:39
Af höfundi Lolitu
Ég heimsótti Kristján Karlsson skáld í dag og barst Vladimir Nabokov í tal. Hann var vinsæll fyrirlesari við Cornell þegar Kristján var bókavörður við íslenska safnið í Íþöku, sem kennt er við Fiske. Kristján nefndi að í skáldsögu Nabokovs Pale Fire eða Bleikum eldi láti hann glæpamann flýja inn á safnið.
Áður en bókin kom út hafði frú Vera Nabokov, sem var mikil fegurðardís, lagt leið sína á safnið. En þá gaf hún bókunum lítinn gaum, var meira að skoða landslagið, gá út í hornin og rýna í króka og kima. Kristján er sannfærður um að hún hafi verið að athuga staðarhætti fyrir manninn sinn, rithöfundinn. Og sýnir þetta vel að bókaskrif eru verk margra, þó að einn sé skrifaður fyrir þeim.
Ennfremur segir Kristján að í sögunni búi Nabokov til konungsríki nyrst í Evrópu "og mér finnst hann stundum vera að tala um Ísland".
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.11.2006 kl. 15:07 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.