31.3.2007 | 15:30
góði þjóðverjinn
Fyrir alla aðdáendur The third man eða mynda Film Noir stefnunnar þá er loksins runninn upp tími almennilegrar kvikmyndagerðar. Persónulega finnst mér The Third Man ein besta mynd sem gerð hefur verið og finnst samfélagsskýringar nútíma bíómynda hreinn hryllingur. Film Noir myndirnar voru mótaðar af þýskum kvikmyndagerðarmönnum sem höfðu upplifað mannskepnuna í sinni tærustu mynd í þriðja ríki Hitlers þarsem hún undir þrýstingi verður að viðbjóði. Góðvilja nágranninn breyt9ist í óargadýr, baráttumaður réttlætisins verður að morðingja, samúðarfullur femínistinn verður að hjartalausum drullusokk. Í myndinni The Good German er andi þessa tíma dreginn upp á nýjan leik. Myndin af mannfólkinu er sterk, bara vont fólk. Skilin sem eru á milli eru aftur á móti mikilvæg, þeir sem þykjast vera góðir og þeir sem eru að reyna að vera góðir. Það er þar sem skilur á milli. Þar er efinn. Þar er spurningin í nútíma samfélaginu einsog það var í samfélaginu þá. Hann verður bara sterkari í svona sjúklegum aðstæðum einsog þegar horror hins illa hefur riðið röftum. Kvikmyndatakan er mjög góð og leikurinn yfir meðallagi. Meira að segja hinn pólitískt barnalegi George Clooney er sannfærandi í hlutverki sínu og virkar á köflum gáfulegur. Sagan er góð og plottið kemur á óvart. Clooney lendir inní baráttu bandarískra yfirvalda við að ná til sín hæfum þýskum eldflaugasérfræðingi sem gæti hjálpað VEsturveldunum að ná hernaðarlegum yfirburðum. En hagsmunum þessa stórveldis er mætt af konu sem hefur stálvilja. Hún er hóra. Heimsveldið er stoppað af hóru. Kona sem hefði getað orðið hvað sem er í eðlilegu samfélagi, allt frá forseta Þýskalands til heimavinnandi húsmóður með þrjátíu börn, hefur vegna ömurleikans endað sem hóra með einn vilja, ná að gera það sem hún telur gott.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.