31.3.2007 | 10:16
Lýðræði eða auðræði
Á vesturlöndum flestum er í orði notað lýðræði til að stjórna þjóðfélögunum. Í reglubundnum kosningum skilar almenningur inn atkvæðum sínum og aðilum eru afhent völdin fram að næstu kosningum. Allir telja sig líklega kjósa samkvæmt sinni sannfæringu, velja þann sem þeir telji hentugastur til að stýra þjóðfélaginu. Það þarf þó ekki endilega að vera rétt skoðun.
Fáir viðurkenna líklega að þeir kaupi vörur vegna auglýsinga. Flestir eru á því að þeir taki sjálfstæða ákvörðun um hvað þeir vilja kaupa, en eins og allir markaðsmenn vita líklega þá spila auglýsingar með undirvitund okkar og geta fengið okkur til að gera ólíklegustu hluti. Ætli fólk viti þetta ekki almennt, það bara horfist ekki í augu við að það gildir einnig um það sjálft, ekki bara alla hina.
Því miður hefur auglýsingamennskan haldið innreið sína í stjórnmálin sífellt meir á undanförnum árum, með hjálp auglýsingarsálfræðinga er spilað á hugi almennings. Þegar horft er á stjórnmálin í BNA virðast þessi áhrif vera orðin svo yfirþyrmandi að maður fer að velta fyrir sér hvort hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði lengur. Þar virðast fjársterkir aðilar geta keypt skoðanir fólks með aðstoð markaðsmanna þannig að réttara sé að tala um auðræði.
Hvaða skoðun sem fólk hefur á álverskosningunum í Hafnarfirði í dag er ekki hægt að horfa fram hjá því að fjármagni hefur verið beitt til að hafa áhrif á lýðræðið. Í síðustu þingkosningum þóttust margir sjá gagnsemi gríðarlegrar auglýsingarherferðar Framsóknarflokksins í því fylgi sem kom upp úr kjörkössunum. Það kemur ekki á óvart að í þeim fréttum sem hafa borist af samkomulagi stjórnmálaflokka til að takmarka kostnað við auglýsingar í aðdraganda þingkosninga hafi Framsóknarflokkurinn komið með hæstu töluna að samningaborðinu, 35 milljónir.
Nú þegar styttist í alþingiskosningar hér verður fróðlegt að sjá hvernig fólki gengur að sjá í gegnum lýðskrumið, brosandi andlit í kosningabæklingum og sjónvarpsauglýsingum, barmmerki og blöðrur. Hvort sem fólk hefur stjórnmálaskoðanir til hægri, vinstri, að gráu eða grænu eða eitthvað allt annað, hljóta allir að geta verði sammála um mikilvægi þess að fólk myndi sér sjálfstæða skoðanir, óháð auglýsingaþrýstingi.
Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
já þetta er allsekki svo vitlaus pæling. Rámar eitthvað í mikla herferð sem var farið af stað með á vor og sumar mánuðum 2004. Þegar hver einasti fréttamiðill fjallaði um samamálið í hverjum einasta frétta tíma. Síðan hefur verið linnulaus áróður hjá þessum sömu miðlum til þess að halda uppi merkjum eigenda sinna vegna dómsmála sem kemur öðrum en þeim ekkert við.
Gaman að spá svona í þessu hversu mikil völd felast í fjölmiðlum og hversu auðvelt það er að missnota þau.
Fannar frá Rifi, 31.3.2007 kl. 14:56
Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræsðlunar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,- kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :
http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm
Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:55
Það má líka umorða það sem þú ert að segja í setningunni fólk er fífl, en þannig tel ég að málum sé ekki háttað. Fólk er í grunninn mun skynsamara en flestir markaðsfólk virðist halda. Og þú gerir nú lítið úr 90 ára sögu Framsóknarflokksins með því að segja hann sækja fylgi sitt til auglýsinga og einskis annars.
Karl Pétur Jónsson, 1.4.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.