26.3.2007 | 13:25
Sálmur er óhæfur sem þjóðsöngur
Mikið er búið að ræða um þjóðsönginn í dag, ég held ég geti ekki annað en verið sammála áliti Sigmars að öll viðkvæmni þegar kemur að þjóðsöng okkar er hættulega nálægt trúarofstæki.
Þjóðsöngur hlýtur annars að eiga að vera sameiningartákn þjóðar. Allir eiga að geta sætt sig við texta hans og helst að geta sungið lagið. Því miður á hvorugt við núverandi þjóðsöng lýðveldisins Íslands.
Hvað kvæðið varðar er Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar er vissulega fallegur sálmur og það er einmitt vandamálið. Kvæðið kemur Íslandi mest litið við, það er lofsöngur til Guðs en ekki til Íslands.
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Annað erindi lofsöngsins hefst svo á línunum:
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál.
Persónulega vil ég ekki að í þjóðsöng íslands sé blandað slíkum trúarhita. Án þess að ég hafi nokkuð á móti kristninni þá finnst mér trú vera meira einkamál hvers og eins og ekki eiga erindi í málefni Íslands eða þjóðsönginn.
Samtals hef ég sungið í kórum í hátt í áratug og get því bjargað mér þegar kemur að því að syngja lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar við Lofsöng Matthíasar. Það sem einkennir lagið sönglega séð er að það spannar breitt tónsvið þannig að ef ekki er byrjað á réttum tóni er lagið fljótt komið upp eða niður fyrir raddsvið söngvaranna. Það er enn einn þátturinn sem veldur því að Íslendingar syngja ekki og kunna margir ekki þjóðsöng sinn.
Meðal annara valkosta sem þjóðsöng hefur lagið "Ísland er land þitt" oft verið nefnt, en það er eiginlega ótækt vegna þess hversu erfitt er að leggja slíkt kvæði á minnið, sjálfum hefur mér amk ekki tekist það.
Nei, það sem ég vil að verði þjóðsöngur Íslands er "Hver á sér fegra föðurland", ljóð Huldu við lag Emils Thoroddsens. Sennilega er ég bara svona uppfullur af sveitarómantík í anda sjálfstæðisbaráttunnar, en það segir það sem ég vil að komi fram í þjóðsöng. Lagið er auðsungið og fallegt, án þess að vera heræsingarmars eins og margir þjóðsöngvar eru.
Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún uni grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.
Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur liti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Emil Thoroddsen / Hulda
Reyndar þyrfti aðeins að breyta kvæðinu ef það yrði gert að þjóðsöng. Þökk sé einleik Davíðs og Halldórs yrði líklega að syngja: "er þekkti hvorki sverð né blóð", fyrst búið er í fyrsta skipti í sögu Íslands að fara í stríð í okkar nafni. Svei þeim fyrir þá ákvörðun.
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þó mér þyki vænt um lagið Sveinbjörns, þá er ég sammála þér með sálm sem þjóðsöng. Ég get engan veginn skrifað undir það. Hver á sér fegra fyndist mér góð hugvekja; ef maður er í þannig skapi getur maður hlýjað sér við óð til hlutleysis og friðelskandi smáþjóðar sem hljómar um þessar mundir eins og ádeila á afstöðu stjórnvalda til USA og Íraksstríðsins. Lagið er frábært.
Andri Ólafsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:39
Í fyrsta lagi um hvaða guð er verið að syngja í þjóðsönginum? Það er ekki minnst á "drottinn" og flest trúarbrögð eiga sér guð hvað svo sem hann heitir. Aftur á móti í hinu ágæta lagi "Hver á sér fegra föðurland" kemur fram þessi lína (sem þú skrifaðir sjálfur)
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
Í öðru lagi er íslenski þjóðsöngurinn eitthvað erfiðari en hjá öllum öðrum löndum? Þetta er ekki léttasta lag sem þú finnur til að syngja en það getur hver sem er sönglað hann þótt þeir geri það ekki eins og heill kór. Þetta er spurning um viðhorf en ekki lagið sjálft.
Hafrún (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:53
Sammála þér um að laglínan í Ó, guð vors lands, sé ekki góð sem þjóðsöngur þar sem hún spannar of mikið tónsvið. Hver á sér fegra föðurland spannar einnig og stórt tónsvið eða yfir áttund. Báðar laglínurnar er samt mjög fallegar og hljómsetningin með því flottasta sem maður heyrir. Ísland ögrum skorið væri hins vegar passlegt lag til að syngja. Hvað með þann texta?
Kjartan Eggertsson, 26.3.2007 kl. 15:07
Það má ekki gleyma því að þessi söngur okkur á sér djúpur rætur í menningasögu Íslands. Þó svo að samtíminn í dag sé minna hlynntur kristinni trú en heldur undanfarin 1000 ár eða svo að þá er nú bara ekki snúið baki við því með einu pennastriki, hvort sem að fólki líkar það betur eða verr. Hver veit hvað komandi kynslóðir vilja gera.
Það er einmitt þessi djúpa menningararfleifð okkar sem tekur af allan vafa um hvaða 'Drottinn' er verið að ræða í þessum söng.
Er það síðan þá næst á dagskrá að endurskoða íslenska fánann af því það er hægt að sjá kross út úr honum?
Magnús V. Skúlason, 26.3.2007 kl. 15:55
Land míns föður er best.
Elías Halldór Ágústsson, 26.3.2007 kl. 18:58
Traustur vinur á að vera þjóðsöngur, ef ekki okkar þá gætum við selt hann til einhvers nýs lands, er ekki alltaf verið að stofna ný lönd kringum Svartahaf?
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.