Hvenær er of langt gengið?

Það er gott að hafa vettvang fyrir míníatúra.

Ég tók viðtal við Sigurð Örlygsson listmálara á fimmtudag og birtist það í Morgunblaðinu á morgun, sunnudag. Alltaf falla einhver orð hjá viðmælendum sem ekki komast í endanlega útgáfu, en geta þó verið áhugaverð. Hann sagði mér að Ólafur Gunnarsson rithöfundur hefði eitt sinn sagt við sig, um hina örmjóu línu velsæmisins, sem gjarnan freistar listamanna: Ef það hvarflar að þér að þú hafir gengið of langt, gakktu þá lengra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Hér er Sigurður að snúa útúr orðtakinu gamla: Ef sverð þitt er stutt, gakk þá feti framar. Eða eins og það hljómar á ungversku: Ha rövid a kardod, toldd meg egy lépéssel.

Árni Matthíasson , 6.6.2006 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband