24.3.2007 | 13:09
þrjú hundruð
Eftir að hafa talað margt slæmt um myndina þrjú hundruð þá þegar kom að því að ég skrifaði dóm um hana í Viðstkiptablaðið, þá varð hann miklu jákvæðari en upp var lagt með. Það var líka farið að pirra mig þessar árásir á myndina, einsog skrifað var í fyrirsögnina í Fréttablaðinu: "Viðbjóðsleg sögufölsun".
(Thumbs up) - Bjánahrollur fór um mig allan tímann sem ég horfði á þessa mynd, en ef þú kemst yfir hann, þá er hægt að njóta hennar. Ef þú ert aðdáandi teiknimynda gæti þetta verið myndin fyrir þig. Hún er byggð á teiknimyndasögu Franks Miller og er hrottaleg frásögn af hinum fræga bardaga við Laugaskörð þegar 300 Spartverjar vörðust her Persa sem taldi nokkur hundruð þúsund manns. Þótt Spartverjar væru sjálfir undir stjórn konunga, voru þeir einnig að verja grísk lýðræðisborgríki einsog aþenu með fórn sinni og geta því réttilega verið kallaðir verjendur þess stjórnarfyrirkomulags. Þeirra hetjulega vörn varð grísku borgríkjunum mikil h vatning og gersigruðu Grikkirnir Persa í tveimur mikilvægum orrustum við Salamis og síðan Plataea. Magnaður teiknimyndastíllinn gefur myndinni ljóðrænan óraunveruleikablæ. Leikstjórinn styðst ekki mikið við staðreyndir í frásögn sinni þótt margir frægir díalógar, heróp og setningar sem sagðar eru í myndinni séu úr frásögn Herodotusar af bardaganum en hann var krakki þegar orrustan átti sér stað árið 480 fyrir krists burð. Myndin er ekki bundin á klafa pólitískrar rétthugsunar. Þarna eru Spartverjar sýndir drepa særða Persa á meðan þeir spjalla um daginn og veginn. Persum er vissulega ekki lýst með þeim hætti að rétt sé en þetta er bíómynd ekki sagnfræðikennsla eða kynningarmynd fyrir ferðamálaráð klerkastjórnarinnar í Íran. Bardagaatriðin eru áhrifarík og á köflum sadísk og hrottaleg. Kannski ekki stelpumynd þótt margar þeirra ættu að geta notið þess að horfa á 300 glæsilega karlmenn striplast um í kallaleikjum, urrandi, öskrandi og sýnandi á sér vöðvana. Strákarnir verða ekki sviknir af af blóðkarnegíunni þarsem persneskir pervertar eru skornir í tætlur, hauslausir líkamar lympast niður og limlestingar ná áður óþekktum stærðum.
(Thumbs down) Bjánahrollur fór um mig allan tímann sem ég horfði á þessa mynd. Fasísk hugmyndafræði sem Herodotus og Thucydides hafa sagt að Spartverjar hafi lifað við er hvergi dregin undan. Sú hugmyndafræði var hafin upp til skýjanna í ríkjum Þýskalands og Ítalíu í seinni heimsstyrjöldinni en vekur aðeins bjánahroll og hlátursköst í dag. Hermenn Spörtu eru einsog Sólskinsbörn Adolfs Hitlers, 300 arísk kraftatröll sem sýna enga miskunn, hafa ekkert hjarta, aðeins aga og líkamlega yfirburði. Í einu af fyndnum atriðum myndarinnar getur Leonídas ekki einu sinni sagt konunni sinni að hann elski hana, því hann er ekki slíkur ræfill og aumingi að hann sýni tilfinningar sínar segir sögumaður í bakgrunninum með aðdáun og virðingu. Sögulegt samhengi myndarinnar er lítið sem ekkert. Persarnir eru engin menningarþjóð heldur pervertískir aumingjar, lævísar lyddur, frík, fitubollur og hommar. Þannig eru skilin skörp á milli góðs og ills. Hið góða eru gagnkynhneigðir, heilbrigðir, arískir karlmenn sem sýna enga miskunn. Hið illa eru karlmenn með kvenlega tendensa, litað fólk, fatlað, feitt og ófrítt. Hægt er að sjá líkingar við Bandaríkin og yfirvofandi innrás í Persíu, þarsem Leonídas þarf að fá blessun frá prestum véfréttarinnar (einsog Sameinuðu þjóðirnar) en fær ekki þarsem prestarnir þar eru spilltir og viðbjóðslegir nautnaseggir sem búið er að múta. Hann fær ekki heldur aðstoð frá spartneska þinginu, því helvítis demókratarnir þar hugsa bara um eigin hag og svíkja konung sinn. En að leita að slíkum samlíkingum og halda því fram að myndin sé áróðursmynd til að undirbúa innrás Bandaríkjanna í Íran er kannski eitthvað sem á að láta múslímska klerka í Íran eina um. Enda virðast þeir trúa því að öll ríki séu einsog þeirra þarsem kvikmyndafyrirtæki geri áróðursmyndir að skipan ríkisstjórnarinnar. En sagan er slöpp og leiðinleg, þótt stíllinn sé flottur og bardagaatriðin oft kúl.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.